Stuttmyndasamkeppnin Sexan 2025 er hafin!
Sexan stuttmyndakeppni er haldin árlega fyrir öll í 7. bekk grunnskólum landsins. Öll á aldrinum 12-13 ára geta tekið þátt. Opið er fyrir innsendingar til og með 8. apríl 2025.
Hér getur þú hlaðið upp stuttmyndinni þinni. Hver skóli má mest senda þrjár myndir í keppnina. Mundu að setja SEXU-skiltið í lokin og merkja myndina svona: Titill myndar - nafn skóla - nafn bekkjar.
Við fengum krakka í sjöunda bekk til að útskýra hvað það þýðir að taka þátt í slagsmálum, senda nektarmynd, hvað tæling er og hvað er að fá samþykki. Ef þig langar að búa til stuttmynd um eitthvað annað sem þér finnst að allir krakkar í 7.bekk ættu að vita, þá er það líka hægt. Mundu bara að sagan verður að vera skýr og hafa byrjun, miðju (eitthvað sem gerist) og endi. Góð stuttmynd sýnir líka hvað krakkar geti gert til að hjálpa þeim sem verða fyrir stafrænu ofbeldi.
Allt sem þú þarft að vita til að búa til stuttmynd er að finna hér - stutt kennslumyndbönd um handritagerð, ljós, hljóð, kvikmyndatöku, leikstjórn, leikmynd, búninga og klippingu.
Stundum er maður ekki með á hreinu hvað er ofbeldi og hvað ekki. Hér er greinargóð skilgreining á stafrænu ofbeldi.
Til að verða flinkur í stuttmyndagerð, þá er stundum gott að spyrja þá sem kunna meira. Hér má finna spjall við helsta kvikmyndagerðarfólk þjóðarinnar, hvert í sínu fagi.