Hvað er áreitni á netinu?
Neteinelti og deilingar á myndum í leyfisleysi er ekki í lagi. Það kallast stafrænt ofbeldi þegar ofbeldi er beitt gegnum síma, tölvu eða samfélagsmiðla. Ef þú lendir í hegðun á netinu sem er ekki í lagi, talaðu þá við einhvern fullorðinn sem þú treystir og fáðu hjálp.
Dæmi um áreitni
- Að stríða eða leggja einhvern í einelti á netinu af því að hann er öðruvísi.
- Að skrifa særandi athugasemdir, til dæmis um útlit annarra.
- Að deila eða hóta að deila nektarmyndum af öðrum án leyfis.
- Fá sendar kynferðislegar myndir eða skilaboð sem þú baðst ekki um.
- Þegar fullorðin manneskja talar við þig á netinu um kynferðislega hluti.