Smáraskóli í Kópavogi var atkvæðamikill en nemendur í 7.bekk Smáraskóla hrepptu 1.sæti og 2. sætið auk hvatningarverðlauna.

Sigurmyndin heitir "Vinur í raun", stuttmyndin í 2.sæti heitir "Tæling" og Í þriðja sæti var Hólabrekkuskóli með stuttmyndina "Samþykki".

Hvatningarverðlaun Sexunnar 2024 voru veitt í fyrsta skipti en stuttmyndin "Segðu frá" varð hlutskörpust að mati dómnefndar. Kvikmyndagerðarfólkinu tókst að varpa ljósi á þemað í keppninni: Stuttmyndin "Segðu frá" hvetur ungmenni til að segja einhverjum frá, hvort sem það er lögregla, kennari eða vinur af því að það er besta leiðin til að hjálpa öðrum í erfiðum aðstæðum.

1.sæti Sexan 2024 - Smáraskóli

"Vinur í raun"

2.sæti Sexan 2024 - Smáraskóli

"Tæling"

3.sæti Sexan 2024 - Hólabrekkuskóli

"Samþykki"

Hvatningarverðlaun Sexunnar 2024