Samþykki
- Samþykki þýðir að gefa samþykki fyrir kynlífi eða kynferðislegum hlutum af frjálsum vilja.
- Ef einhver gerir eitthvað kynferðislegt við þig án þíns samþykkis er það kynferðisofbeldi.
- Þótt þú sért í sambandi þarf samt að gefa samþykki.
Að gefa samþykki af frjálsum vilja er nauðsynlegt í kynlífi og kynferðislegum athöfnum. Annað er kynferðislegt ofbeldi.
Almenn hegningarlög 194. gr.Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann án samþykkis hans gerist sekur um nauðgun og skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum.
Það er ekki hægt að gefa samþykki af frjálsum vilja ef:
Það þarf að veita samþykki í hvert einasta skipti. Þótt þú veittir samþykki einu sinni þýðir það ekki að þú hafir veitt samþykki fyrir öðru skipti.
Samþykki þarf alltaf að vera til staðar. Þú mátt alltaf breyta um skoðun og draga samþykki til baka. Það þarf líka samþykki þótt þú sért í sambandi.
Að sýna einhverjum áhuga er ekki sama og samþykki. Að fara á deit með einhverjum, daðra eða sýna athygli er ekki samþykki.
Samþykki fyrir kossum, kynlífi og kynferðislegum hlutum er gríðarlega mikilvægt og nauðsynlegt til að öllum líði vel. Það er því aldrei í lagi að suða um eða þvinga fram kynlíf, hvort sem við erum í sambandi eða ekki. Til að vera viss um að samþykki sé til staðar er mikilvægt að:
Í sumum aðstæðum er ekki í lagi fyrir einhvern að stunda kynlíf með þér þótt þú veitir samþykki. Það gerist þegar hin manneskjan er með vald yfir þér og þú þarft að treysta henni. Dæmi um þannig aðstæður eru:
Hugsaðu um að fá samþykki fyrir kynlífi eins og að bjóða einhverjum tebolla. Myndirðu einhvern tímann neyða aðra manneskju til að drekka tebolla?
Hefur þú mögulega farið yfir kynferðisleg mörk einhvers?
Kynferðisofbeldi er það þegar einhver gerir eitthvað eða fær þig til að gera eitthvað kynferðislegt sem þú vilt ekki gera. Kynferðisleg áreitni er þegar einhver fer yfir mörkin þín kynferðislega og er líka ofbeldi.