Samþykki
- Samþykki þýðir að gefa samþykki fyrir kynlífi eða kynferðislegum hlutum af frjálsum vilja.
- Ef einhver gerir eitthvað kynferðislegt við þig án þíns samþykkis er það kynferðisofbeldi.
- Þótt þú sért í sambandi þarf samt að gefa samþykki.
Að gefa samþykki af frjálsum vilja er nauðsynlegt í kynlífi og kynferðislegum athöfnum. Annað er kynferðislegt ofbeldi.
Hugsaðu um að fá samþykki fyrir kynlífi eins og að bjóða einhverjum tebolla. Myndirðu einhvern tímann neyða aðra manneskju til að drekka tebolla?
Hefur þú mögulega farið yfir kynferðisleg mörk einhvers?
Kynferðisofbeldi er það þegar einhver gerir eitthvað eða fær þig til að gera eitthvað kynferðislegt sem þú vilt ekki gera. Kynferðisleg áreitni er þegar einhver fer yfir mörkin þín kynferðislega og er líka ofbeldi.