Stuttmyndasamkeppnin Sexan 2025 er á næsta leyti!
Opnað verður fyrir innsendingar 3. febrúar 2025 og verður opið til og með 8. apríl 2025.
Sexan stuttmyndakeppni er haldin árlega fyrir öll í 7. bekk grunnskólum landsins. Öll á aldrinum 12-13 ára geta tekið þátt.
Fyrirkomulag Sexunnar er einfalt. Þátttakendur fá fræðslu í skólum og/eða félagsmiðstöðvum og fá tækifæri til að búa til og skila inn tilbúinni stuttmynd, hámark 3 mínútur að lengd. Viðfangsefni keppninnar eru fjórar birtingarmyndir stafræns ofbeldis:
- samþykki
- nektarmynd
- tæling
- slagsmál ungmenna
Auk þess er opinn flokkur fyrir allt það sem þér finnst mikilvægt að allir krakkar í 7. bekk viti um.
Þú getur sent inn mynd hér eða beðið kennarann þinn eða starfsfólk félagsmiðstöðvarinnar að gera það. Innsendingargáttin er eins og áður segir opin frá 3.febrúar 2024 til og með 8.apríl 2025.
Þátttakendur hafa frjálsar hendur með handritagerð, framkvæmd og eftirvinnslu. Hver skóli má senda að hámarki 3 myndir í keppnina en dómnefnd skipuð fulltrúum ungmennaráðs, RÚV, MMS og kvikmyndagerðar velur svo þrjár bestu stuttmyndirnar sem verða sýndar bæði í bíóhúsum, á vef UngRÚV og dreift í alla grunnskóla landsins sem fræðsluefni.
Vinningsmyndirnar verða sýndar í Bíóparadís á Barnamenningarhátíð og á vef KrakkaRÚV. Auk þess verða vinningsmyndirnar sendar í alla skóla á landinu og notaðar í fræðsluskyni fyrir öll í 7. bekk. Hér fyrir neðan getur þú fundið allt sem þú þarft að vita um kvikmyndagerð og stafrænt ofbeldi, auk kennslupakka fyrir kennara og leiðbeinendur.
- Best er að hafa myndina í "landscape" formatti (16:9) og að myndgæðin séu í 1920x1080px eða hærri.
- Settu lógó SEXUNNAR í lok myndarinnar (sem endaskilti). Hægt er að sækja það hér neðar á síðunni.
- Mundu að skráin sem þú skilar þarf að sýna heiti stuttmyndar og nafn skólans þíns.
Við hvetjum sérstaklega ungmenni af erlendum uppruna, hinsegin ungmenni og fötluð ungmenni að taka þátt!