Nektarmyndir og stafrænt kynferðisofbeldi gegn börnum

Að taka eða senda kynferðislega mynd eða myndband af börnum er ólöglegt.

Manneskja situr flötum beinum á gólfinu með annan fótinn krossaðan yfir. Hún er leið á svip og með lokuð augun. Hún er með dökkt sítt hár, er í blárri peysu, dökkum buxum og brúnum skóm. Hún heldur hægri hendinni upp að eyranu en heldur farsímannum upp fyrir framan sig í vinstri hendinni.

Kynferðisofbeldi á netinu og síma

Líkamshlutar sem eru á miðjum líkamanum og tengjast kynlífi og að eignast börn kallast kynfæri.

Þau eru ekkert til að skammast sín fyrir en við viljum samt ekki sýna þau hverjum sem er. Þau eru okkar einkamál.

Mundu:

  • Það má ekki taka kynferðislega mynd af börnum undir 15 ára.
  • Það má ekki senda neinum undir 15 ára mynd af kynfærum.
  • Það má aldrei senda mynd af kynfærum nema það sé búið að fá samþykki, þótt það séu tveir fullorðnir.
  • Fullorðnir mega ekki senda börnum textaskilaboð sem eru kynferðisleg.
  • Það má ekki deila kynferðislegri mynd af öðrum eða hóta að gera það.

Þetta er allt bannað og ólöglegt og á ekki að gerast.

Fáðu hjálp

Það er alltaf betra að segja frá ef þú lendir í ofbeldi, alveg sama hversu langt síðan það var. Best er að tala við einhvern fullorðinn, eins og foreldra þína eða kennara. Þú getur líka fengið hjálp á netspjallinu Sjúkt spjall.

Ábendingarlínan

Ef þú sérð eitthvað á netinu sem þér líður illa yfir og þú vilt fá aðstoð með geturðu tilkynnt það til ábendingalínu Barnaheilla.

Hvað á að gera ef einhver biður um nektarmynd?

Tæling

Það getur gerst að einhver fullorðinn þykist vera unglingur á netinu til að fá barn til að gera eitthvað kynferðislegt, eins og að senda nektarmynd af sér. Stundum býður hann gjafir eða peninga í staðinn, eða hrósar rosalega mikið. Þetta kallast tæling og er ólöglegt.

Hvað er tæling?

Hefurðu lent í einhverju óþægilegu á netinu?

Áreitni á netinu getur til dæmis verið að fá ljót skilaboð, kynferðisleg skilaboð eða persónulegum myndum sé deilt án þess að maður gaf leyfi. Hér eru ráð fyrir börn sem lenda í þessu.

Hönd heldur um síma með mynd af strák og hjörtu fljúga upp

Kynferðisofbeldi

Kynferðislegt ofbeldi er það þegar einhver vill snerta mann á einkastöðum eða fá mann til snerta sig og að það sé leyndarmál.

Manneskja heldur fyrir augun. Hún snýr að okkur og mikið liðað hár sveiflast til hægri í vindinum.