Mikilvægt að vita
Kynfæri
Kynfæri eru líkamshlutar sem eru á miðjum líkamanum og tengjast kynlífi og að eignast börn.
Maður þarf ekki að skammast sín fyrr kynfæri.
Við viljum samt ekki sýna hverjum sem er kynfærin okkar.
Kynfæri eru einkamál.
Kynferðislegt efni
Þegar við tölum um kynferðislegt efni þá getur það verið myndir, myndbönd, texti eða hljóð.
Það getur verið nektarmyndir sem sýna kynfæri, myndbönd sem sýna eitthvað kynferðislegt eða kynferðislegur texti eða hljóð.
Mundu:
- Það má ekki taka kynferðislegt efni af börnum sem eru yngri en 15 ára.
- Það má ekki senda neinum yngri en 15 ára mynd eða myndbönd af kynfærum.
- Það má aldrei senda mynd eða myndbönd af kynfærum nema einhverjum sem hefur samþykkt að fá myndina. Líka þeir séu fullorðnir.
- Fullorðnir mega ekki senda börnum textaskilaboð, myndir eða myndbönd sem eru kynferðisleg.
- Það má ekki deila kynferðislegu efni af öðrum eða hóta að gera það.
Þetta er allt kynferðisofbeldi og er bannað og ólöglegt og á ekki að gerast.













