Nektarmyndir, myndbönd og stafrænt kynferðisofbeldi gegn börnum

Að taka eða senda kynferðislega mynd eða myndband af börnum er ólöglegt.

Manneskja situr flötum beinum á gólfinu með annan fótinn krossaðan yfir. Hún er leið á svip og með lokuð augun. Hún er með dökkt sítt hár, er í blárri peysu, dökkum buxum og brúnum skóm. Hún heldur hægri hendinni upp að eyranu en heldur farsímannum upp fyrir framan sig í vinstri hendinni.

Mikilvægt að vita

Kynfæri

Kynfæri eru líkamshlutar sem eru á miðjum líkamanum og tengjast kynlífi og að eignast börn.

Maður þarf ekki að skammast sín fyrr kynfæri.

Við viljum samt ekki sýna hverjum sem er kynfærin okkar.

Kynfæri eru einkamál.

Kynferðislegt efni

Þegar við tölum um kynferðislegt efni þá getur það verið myndir, myndbönd, texti eða hljóð.

Það getur verið nektarmyndir sem sýna kynfæri, myndbönd sem sýna eitthvað kynferðislegt eða kynferðislegur texti eða hljóð.

Mundu:

  • Það má ekki taka kynferðislegt efni af börnum sem eru yngri en 15 ára.
  • Það má ekki senda neinum yngri en 15 ára mynd eða myndbönd af kynfærum.
  • Það má aldrei senda mynd eða myndbönd af kynfærum nema einhverjum sem hefur samþykkt að fá myndina. Líka þeir séu fullorðnir.
  • Fullorðnir mega ekki senda börnum textaskilaboð, myndir eða myndbönd sem eru kynferðisleg.
  • Það má ekki deila kynferðislegu efni af öðrum eða hóta að gera það.

Þetta er allt kynferðisofbeldi og er bannað og ólöglegt og á ekki að gerast.

Falsað kynferðislegt efni

Falsað kynferðislegt efni er efni sem er búið til í tölvu eða síma og sýnir ekki raunveruleikann.

Það getur sýnt manneskju vera að gera eða segja hluti sem hún hefur aldrei gert.

Það getur líka til dæmis verið nektarmynd sem hefur andlitið á einstaklingi á öðrum líkama.

Gervigreind (AI) er oft notuð til að búa til svona efni en það eru líka önnur forrit notuð.

Þetta efni getur verið myndir, myndbönd og hljóð.

Það er alveg jafn bannað og ólöglegt að dreifa fölsuðu kynferðislegu efni af fólki eins og alvöru efni.

Hvað á ég að gera?

  1. Haltu ró. Mundu að það er aðstoð í boði.
  2. Talaðu við einhvern fullorðinn sem þú treystir. Það getur verið foreldri, kennari, námsráðgjafi, starfsmaður á félagsmiðstöð eða hver sem er.
  3. Fáðu hjálp. Þú getur farið á síðuna TakeItDown ef efnið eru í dreifingu. Ef efnið er á samfélagsmiðlum, tilkynntu það (reporta) og fáðu trausta vini til að gera það líka.
  4. Fáðu meiri aðstoð. Ef þú ert í vafa með hvað þú átt að gera geturðu fengið ráð hjá skólanum, 1717, Sjúkt Spjall eða lögreglunni. Hægt er að panta tíma í kærumóttöku hjá lögreglunni á vefnum þeirra.
Fá meiri upplýsingar

Sjúkt spjall

Nafnlaust netspjall fyrir ungmenni til að ræða áhyggjur af samböndum, samskiptum eða ofbeldi.

1717

1717 er hjálparsími og netspjall Rauða krossins ef þú vilt tala við einhvern. Það er opið allan sólarhringinn. Ekkert vandamál er of lítið eða of stórt.

Hvað hjálpar lögreglu við rannsókn mála?

Taktu skjáskot eða jafnvel skjáupptöku af öllum skilaboðum.

  • Það getur hjálpað lögreglunni, sérstaklega ef að aðilinn sem er að senda skilaboðin eyðir þeim sín megin. Passaðu að notendanafn, símanúmer eða aðrar þannig upplýsingar sjáist á skjáskotunum.

Skráðu hjá þér upplýsingar

  • Upplýsingar eins og hvar samskiptin byrjuðu, hvert þau fóru (eins og frá Roblox yfir á Snapchat) og annað slíkt.

Talaðu fyrst við lögregluna

  • Ekki eyða skilaboðum, myndum eða öðru áður en lögreglan hefur tekið afrit.
  • Helst ekki banna (block) einstaklinginn fyrr en þú hefur talað við lögregluna. Þú getur sett hljótláta (mute notifications) stillingu og annað sem hindrar að þú sjáir skilaboðin. Ef skilaboðin eru að hafa mjög slæm andleg áhrif þá er betra að banna einstaklinginn.

Tengd málefni

Kynferðisofbeldi gegn börnum

Kynferðisofbeldi er það þegar einhver vill snerta mann á einkastöðum eða fá mann til snerta sig og að það sé leyndarmál.

Ráð fyrir börn og unglinga á internetinu

Börn og unglingar lenda stundum í áreitni á netinu. Til dæmis að persónulegum eða kynferðislegum myndum sé deilt án leyfis eða að lenda í neteinelti.

Hvað á að gera ef einhver biður um nektarmynd?

Tæling

Það getur gerst að einhver fullorðinn þykist vera unglingur á netinu til að fá barn til að gera eitthvað kynferðislegt, eins og að senda nektarmynd af sér. Stundum býður hann gjafir eða peninga í staðinn, eða hrósar rosalega mikið. Þetta kallast tæling og er ólöglegt.

Hvað er tæling?

Tæling

Þegar eldri manneskja tælir ungling eða viðkvæma manneskju til kynferðislegra athafna með blekkingu eða gjöfum kallast það tæling. Tæling er ofbeldi og er ólögleg.

Hendi að halda á síma sem sýnir svar við nektarmynd.

Hvernig á að svara óviðeigandi skilaboðum um kynferðislega myndir

Hefur einhver dreift eða hótað að dreifa kynferðislegri mynd af þér? Hefurðu fengið typpamynd sem þú baðst ekki um? Hér eru hugmyndir að skilaboðum sem þú getur svarað með. Vistaðu myndirnar eða taktu skjáskot og hafðu við höndina.