Barnavernd

Úrræðin fara eftir aðstæðum í hverju og einu máli en sem dæmi má nefna:

  • Foreldrar fá leiðbeiningar um uppeldi og aðbúnað með skipulögðum viðtölum við ráðgjafa.
  • Barn eða fjölskylda fær tilsjónarmann, persónulegan ráðgjafa eða stuðningsfjölskyldu.
  • Foreldrar fá aðstoð við að leita sér meðferðar vegna veikinda, áfengis-og eða vímuefnaneyslu eða annarra vandamála.
  • Óléttar konur fá aðstoð við að leita sér meðferðar vegna veikinda, áfengis-og eða vímuefnaneyslu eða annarra vandamála.
  • Aðstoð við að fá meðferð og stuðning innan félagsþjónustu sveitarfélaga.

Barnaverndarstofa

Barnaverndarnefndir geta sótt um eftirfarandi úrræði hjá Barnaverndarstofu:

  • Fjölkerfameðferð (MST) er fyrir fjölskyldur 12-18 ára barna sem glíma við alvarlegan hegðunarvanda sem birtist í afskiptum lögreglu, erfiðleikum í skóla, ofbeldi og vímuefnanotkun. Meðferðin tekur 3-5 mánuði og felst í að auka færni foreldra til að takast á við vanda barna sinna. Markmiðið er að barnið búi heima hjá sér, stundi skóla eða vinnu, komist ekki í kast við lögin, noti ekki vímuefni og beiti ekki ofbeldi.
  • Stuðlar er meðferðarheimili fyrir 12-18 ára börn sem eiga við margvísleg vandamál að stríða. Á meðferðardeildinni fer fram greining á vanda barna og meðferð sem tekur 6-8 vikur.
  • Meðferðarheimili Barnaverndarstofu fyrir 13–18 ára börn sem hafa áður verið í meðferð á Stuðlum. Ástæður meðferðar eru meðal annars hegðunarröskun, afbrotahegðun, ofbeldi og notkun vímuefna.
  • SÓK-meðferð er sálfræðiþjónusta fyrir börn vegna óviðeigandi eða skaðlegrar kynhegðunar. Markmiðið er að styðja við barnið, draga úr neikvæðum afleiðingum hegðunarinnar fyrir barnið sjálft og minnka líkur á því að hegðunin endurtaki sig. Einnig er forsjáraðilum barnsins veitt fagleg ráðgjöf.
  • Barnahús sinnir málefnum barna sem grunur leikur á að hafi sætt kynferðislegri áreitni eða ofbeldi.
  • Fósturheimili eru notuð þegar barnaverndarnefnd felur fósturforeldrum umsjá barns. Ástæður þess að börn fara í fóstur geta verið erfiðleikar barns eða að það vanti upp á viðunandi uppeldisaðstæður. Fósturráðstafanir geta verið tímabundið fóstur, varanlegt fóstur og styrkt fóstur. Í langflestum tilvikum er fósturráðstöfun gerð með samþykki og vilja foreldra en stundum þarf að grípa til þess án samþykkis málsaðila og þá fjalla dómstólar um málin.

Félagsþjónusta sveitarfélaga

Félagsþjónustur hjá sveitarfélögum bjóða einnig upp á stuðning við fjölskyldur og börn.

Barnavernd

Markmið barnaverndar er að styðja foreldra til að hugsa vel um börnin sín. Ef þú heldur að barn sé beitt ofbeldi eða búi við vanrækslu ættirðu að láta barnavernd vita.

Manneskja leiðir aðra manneskju í gegnum stóra gátt inn í bjartan himinn.

Félagsþjónusta sveitar­félaga

Félags- og velferðarþjónustur sveitarfélaganna veita fjölbreyttan stuðning við einstaklinga og fjölskyldur þeirra. Þar er hægt að fá stuðning vegna ofbeldis.

Áhættuhegðun

Áhættuhegðun barns er þegar barn hegðar sér á einhvern hátt sem skaðar eða er líklegt til að skaða heilsu þess og þroska. Til dæmis vímuefnaneysla, sjálfskaði, ofbeldi gagnvart öðrum og afbrot.

Manneskja í fjötrum. Hún er með lokuð augu og er leið á svipinn og heldur þétt utan um sig. Rauður þykkur borði er vafinn utan um hana.