Hvað er kynferðisofbeldi?

Það er kynferðisofbeldi þegar einhver vill fá að snerta mann þar sem manni finnst það óþægilegt, til dæmis á einkastaðina eins og kynfæri, rassinn eða brjóstin.

Það er líka kynferðisofbeldi ef einhver biður þig að snerta einkastaðina sína, eða snertir sína einkastaði fyrir framan mann.

Það er aldrei þér að kenna ef einhver kemur illa fram við þig. Segðu alltaf frá. Það er alltaf einhver sem getur hjálpað.

Þessi teiknimynd er um hugrakka stelpu sem er beitt kynferðislegu ofbeldi. Hún segir frá og fær hjálp.

Hefur þú orðið fyrir kynferðisofbeldi?

Stafrænt kynferðisofbeldi

Kynferðisofbeldi getur líka verið á netinu. Þá kallast það stafrænt kynferðisofbeldi.

Heilbrigður líkami og sjálfsmynd

Við erum öll með mismunandi útlit og viljum mismunandi hluti. Það er mikilvægt að líða vel með sjálfan sig og segja hvað maður vill og vill ekki.