Hvað er heimilisofbeldi?
Þegar einhver beitir annan í fjölskyldunni sinni ofbeldi kallast það heimilisofbeldi. Ofbeldið sjálft þarf ekki endilega að gerast inni á heimilinu.
Ofbeldið getur verið líkamlegt, eins og að berja, hrinda eða kasta hlutum, en það getur líka verið andlegt, eins og að hóta eða segja ljót orð. Ofbeldið hræðir hin á heimilinu og lætur þeim líða illa. Það er líka ofbeldi að horfa á einhvern sem manni þykir vænt um verða fyrir ofbeldi.