Hvað er einelti?
Það kallast einelti þegar sömu manneskjunni er oft strítt.
Einelti getur verið:
- að sparka eða hrinda
- að stela dóti eða skemma það
- uppnefna, stríða, baktala
- útiloka úr vinahópi
- láta aðra gera eitthvað sem þeir vilja ekki
- ljót skilaboð á netinu
Einelti særir fólk mjög mikið. Að horfa á og gera ekki neitt er líka að taka þátt í eineltinu. Það er aldrei í lagi að leggja einhvern í einelti.
Segðu einhverjum fullorðnum frá ef þú lendir í einelti eða veist um einhvern sem hefur lent í einelti. Það er alltaf hægt að fá hjálp.