Hvað er einelti?

Það kallast einelti þegar sömu manneskjunni er oft strítt.

Einelti getur verið:

  • að sparka eða hrinda
  • að stela dóti eða skemma það
  • uppnefna, stríða, baktala
  • útiloka úr vinahópi
  • láta aðra gera eitthvað sem þeir vilja ekki
  • ljót skilaboð á netinu

Einelti særir fólk mjög mikið. Að horfa á og gera ekki neitt er líka að taka þátt í eineltinu. Það er aldrei í lagi að leggja einhvern í einelti.

Segðu einhverjum fullorðnum frá ef þú lendir í einelti eða veist um einhvern sem hefur lent í einelti. Það er alltaf hægt að fá hjálp.

Vanda Sig segir okkur hvernig við getum valið að vera góðar manneskjur og taka ekki þátt í einelti.

Neteinelti

Ekki deila slagsmálavídeóum

Ef þú sérð vídeó af einelti eða slagsmálum ekki deila því, læka eða kommenta. Láttu kennara eða foreldra vita strax.

Hvað á ég að gera ef ég lendi í neteinelti eða því að einhver deili myndum af mér sem ég vil ekki að aðrir sjái?

Aðstoð

Samskiptaráðgjafi

Samskiptaráðgjafi er hér til að hlusta, styðja þig og aðstoða með öll mál sem snerta óeðlileg samskipti eða áreiti við íþróttaiðkun eða æskulýðsstörf.

Fagráð eineltismála

Ef þú ert í grunn- eða framhaldsskóla og færð ekki úrlausn á eineltismáli geturðu leitað til fagráðs eineltismála.

1717

1717 er hjálparsími og netspjall Rauða Krossins ef þú vilt tala við einhvern. Það er opið allan sólarhringinn. Ekkert vandamál er of lítið eða of stórt.

Lands­teymið

Landsteymið hjálpar öllum sem tengjast skólasamfélaginu, frá leikskóla til framhaldsskóla.

Heimilisofbeldi

Heimilisofbeldi getur gerst í hvaða fjölskyldu sem er. Það getur verið líkamlegt eða andlegt.

Manneskja í fjötrum. Hún er með lokuð augu og er leið á svipinn og heldur þétt utan um sig. Rauður þykkur borði er vafinn utan um hana.

Sjálfstjórn í krefjandi aðstæðum

Manneskjan á myndinni er leið. Hún er ljóshærð og klædd í bláan stuttermabol. Hún er með lokuð augun og lítur niður til hægri.