• Hegðunin er oft lúmsk og falin frá öðrum.
  • Beinist helst gegn einstaklingum í jaðarsettum hópum.
  • Getur virst saklaus og smávægileg ein og sér en þegar henni er beitt ítrekað, jafnvel oft á dag, þá geta afleiðingarnar orðið miklar.
  • Getur birst í vali á orðum, raddblæ, líkamstjáningu, hunsun og viðmóti almennt.
  • Oft erfitt að greina eða útskýra nákvæmlega hvað það er sem gerir hegðunina að öráreitni.

Dæmi um fordóma sem birtast í öráreitni

  • Gláp.
  • Líkamstjáning sem sýnir að einstaklingur sé ekki velkominn (t.d. að loka samræðuhóp svo hann komist ekki inn í hann).
  • Svipbrigði sem sýna að einstaklingurinn er ekki jafningi.
  • Gera ráð fyrir að einstaklingur tali ekki íslensku.
    - Spyrja „Talarðu íslensku?“ eða „Þarftu túlk?“
    - Byrja að tala ensku þó að einstaklingurinn tali við þig á íslensku.
    - Þykjast ekki skilja einstaklinginn.
    - Hækka röddina svo einstaklingurinn skilji íslenskuna þína betur.
  • Kalla einhvern uppnefnum.
  • Nota orð eins og „gay“ og hommalegt til að lýsa einhverju á neikvæðan máta.
  • Tala niður til fólks eða eins og þau séu börn („Ertu viss um að þú treystir þér til að gera þetta?“).
  • Sýna vantraust og tortryggni í garð fólks vegna stöðu þess.
  • Sýna óþolinmæði í garð fólks vegna stöðu þess.
  • Tala um einstakling í þriðju persónu við aðra en ekki við hann sjálfan.
  • Gera ráð fyrir að foreldrar barns séu karl og kona.
  • Gera ráð fyrir að allir sem líta ekki út eins og staðalímynd af Íslendingi hljóti að vera útlendingar.

Tvær reglur til að fara eftir

  1. Ef þú gerir ráð fyrir að þú þurfir að segja „Ég var bara að djóka“ eftir að þú segir eitthvað, þá getur verið gott að sleppa að segja það.
  2. Ef þú myndir ekki spyrja hvítan Íslending þessarar spurningar, ekki spyrja hana.

Meiri upplýsingar

Jaðarsettir hópar

Jaðarsetning er það þegar manneskja eða hópur er settur til hliðar og lengra frá því sem aðrir hafa greiðari aðgang að.

Hatursorðræða

Hatursorðræða er þegar einhver hræðir, hæðist að, rógber, smánar eða ógnar einstaklingi eða hópi vegna fordóma eða haturs sem gerandi hefur í garð hópsins.

Hatursglæpir

Hatursglæpir er regnbogahugtak um það þegar refsivert brot er framið vegna fordóma eða haturs sem gerandi hefur í garð hópsins sem þolandi er hluti af.

Öráreitni

Öráreitni (microaggression) eru fordómar og mismunun sem geta komið fram í daglegri hegðun og samskiptum. Algengt er að enginn taki eftir fordómunum nema þolandinn.

Að takast á við hatursorðræðu og fordóma

Það er margt hægt að gera ef þú verður vitni að hatursorðræðu eða vilt berjast gegn henni.

Hatursorðræða: Tjáningarfrelsi og íslensk lög

Það er erfitt að ræða um hatursorðræðu nema ræða einnig um tjáningarfrelsi.