Hatursorðræða
Hatursorðræða er þegar hatri og fordómum [link] gegn hópi er dreift með tjáningu, annaðhvort að einstaka meðlimum hópsins eða almennt að hópnum.
Á Íslandi er tjáningarfrelsi en það eru samt sem áður lög og reglur sem gilda um tjáningu. Ein þeirra eru lög um hatursorðræðu en þau banna að hæðast að, rógbera, smána eða ógna einstaklingi eða hópi vegna uppruna, litarháttar, kynþáttar, trúar, fötlunar, kyneinkenna, kynhneigðar og kynvitundar (Almenn hegningarlög, 233. gr. a.)
Hatursorðræða getur meðal annars verið:
- ummæli með orðum (bæði töluð og skrifuð)
- myndir (eins og „meme“)
- tákn (eins og hakakross)
- hljóð (eins og gelt)
Þó að það séu lög um hatursorðræðu þá er málefnið flókið og ekki gefið að öll fordómafull tjáning falli undir hatursorðræðu.
Lesa meira um hatursorðræðu