Hvað get ég gert ef ég verð vitni að hatursorðræðu?

  • Vertu til staðar fyrir þá sem verða fyrir hatursorðræðu
  • Aðstoðaðu við að tilkynna til lögreglu eða til kærunefndar jafnréttismála.
  • Ekki gera lítið úr orðræðunni eða vandamálinu eða segja þeim hvernig þau eiga að taka því.
  • Ekki taka þátt í hatursorðræðu með því að líka við athugasemdir eða sýna samþykki á henni á annan hátt.
  • Notaðu tilkynna hnappinn („report“) á samfélagsmiðlum. Allir miðlarnir bjóða upp á að tilkynna hatursorðræðu („hate speech“).
  • Láttu eigendur vefsíðna vita ef hatursorðræða viðgengst á opnum svæðum á vefsíðum þeirra (eins og í athugasemdakerfum). Á botni flestra síðna eru leiðir til að hafa samband.

Hvað get ég gert til að berjast gegn hatursorðræðu?

  • Taktu afstöðu gegn orðræðunni opinberlega.
  • Taktu ekki þátt í klefamenningu („locker room talk“) og öðrum réttlætingum sem fólk kann að hafa fyrir beitingu hatursorðræðu.
  • Ef þú sérð athugasemd sem er ekki í lagi, tilkynntu eða svaraðu athugasemdinni.
  • Láttu vita að hatur er ekki liðið í okkar þjóðfélagi. Þannig sýnirðu stuðning til þeirra sem athugasemdin er beint að.
  • Kynntu þér málin. Fólk sem dreifir fordómum er oft að segja sömu rangfærslur aftur og aftur svo gott er að skoða hver sannleikurinn er og hafa hann á hreinu.
  • Leiðréttu rangfærslur með staðreyndum.
  • Deildu tenglum á vefsíður með upplýsingum um hatursorðræðu og skorður á tjáningarfrelsi (eins og þessa).

Námskeið í boði

Samtökin '78 - Námskeið í gagnræðu
Námskeið fyrir hinsegin fólk og stuðningsfólk þeirra sem vilja vinna gegn hættulegri orðræðu. Námskeiðið verður haldið mánaðarlega veturinn 2024-25.

Stígamót – Námskeið fyrir karla
Námskeið um kynferðisofbeldi gegn konum, kynsegin einstaklingum og öðrum jaðarsettum hópum og hvað karlar geta gert til að berjast gegn því.

Hvað geta stofnanir og fyrirtæki gert til að koma í veg fyrir hatursorðræðu?

Það er mikilvægt fyrir stofnanir og fyrirtæki af öllum stærðum að hafa skýra verkferla ef mál koma upp. Það þarf líka að vera ákveðið að farið verði eftir verkferlunum, sama hvaða starfsmenn eiga í hlut. Ef mál koma upp þá þarf að taka á þeim fljótt og opinskátt.

Regnbogavottun
Starfsstaðir innan Reykjavíkurborgar geta sótt um Regnbogavottun. Í henni felst fræðsla og úttekt til þess að aðstoða starfsfólk við að gera vinnustaðinn hinseginvænni.

Meiri upplýsingar

Jaðarsettir hópar

Jaðarsetning er það þegar manneskja eða hópur er settur til hliðar og lengra frá því sem aðrir hafa greiðari aðgang að.

Hatursorðræða

Hatursorðræða er þegar einhver hræðir, hæðist að, rógber, smánar eða ógnar einstaklingi eða hópi vegna fordóma eða haturs sem gerandi hefur í garð hópsins.

Hatursglæpir

Hatursglæpir er regnbogahugtak um það þegar refsivert brot er framið vegna fordóma eða haturs sem gerandi hefur í garð hópsins sem þolandi er hluti af.

Öráreitni

Öráreitni (microaggression) eru fordómar og mismunun sem geta komið fram í daglegri hegðun og samskiptum. Algengt er að enginn taki eftir fordómunum nema þolandinn.

Að takast á við hatursorðræðu og fordóma

Það er margt hægt að gera ef þú verður vitni að hatursorðræðu eða vilt berjast gegn henni.

Hatursorðræða: Tjáningarfrelsi og íslensk lög

Það er erfitt að ræða um hatursorðræðu nema ræða einnig um tjáningarfrelsi.