Hvað get ég gert ef ég verð vitni að hatursorðræðu?
- Vertu til staðar fyrir þá sem verða fyrir hatursorðræðu
- Aðstoðaðu við að tilkynna til lögreglu eða til kærunefndar jafnréttismála.
- Ekki gera lítið úr orðræðunni eða vandamálinu eða segja þeim hvernig þau eiga að taka því.
- Ekki taka þátt í hatursorðræðu með því að líka við athugasemdir eða sýna samþykki á henni á annan hátt.
- Notaðu tilkynna hnappinn („report“) á samfélagsmiðlum. Allir miðlarnir bjóða upp á að tilkynna hatursorðræðu („hate speech“).
- Láttu eigendur vefsíðna vita ef hatursorðræða viðgengst á opnum svæðum á vefsíðum þeirra (eins og í athugasemdakerfum). Á botni flestra síðna eru leiðir til að hafa samband.