Jaðarsett fólk
Jaðarsetning er það þegar manneskja eða hópur er settur til hliðar og lengra frá því sem aðrir hafa greiðari aðgang að.
Manneskja í jaðarsettum hóp á erfiðara með vissa hluti í samfélaginu heldur en aðrir.
Dæmi um hluti sem geta verið erfiðari fyrir fólk í jaðarsettum hópum er:
- að fá aðgang að grunnþjónustu.
- að nýta sér tækifæri í samfélaginu.
- að fá aðstoð og stuðning.
Þeir hópar sem eru oft jaðarsettir eru til dæmis:
- fólk af erlendum uppruna
- fólk með dökkan húðlit
- innflytjendur
- flóttafólk
- hinsegin fólk
- fátækir
- fatlaðir.
Fólk í sama hópi getur fundið mismikið fyrir jaðarsetningu.