Jaðarsettur hópur
Hinsegin fólk er minnihlutahópur á Íslandi og minnihlutahópum er oft ýtt á jaðar samfélagsins. Þetta er kallað jaðarsetning. Jaðarsettir hópar þurfa oft að komast yfir hindranir sem aðrir hópar þurfa ekki að hugsa um.
Hindranirnar geta verið augljósar eða duldar og geta valdið því að erfiðara er fyrir hinsegin fólk að fá aðstoð, menntun, völd, upplýsingar og virðingu. Ofbeldi gegn hinsegin fólki tengist oft því að hópurinn er jaðarsettur.
Allir á Íslandi eiga og geta leitað sér hjálpar ef þau verða fyrir ofbeldi.
Enginn á skilið að verða fyrir ofbeldi.