Leiðarvísir fyrir börn sem verða fyrir heimilisofbeldi

Heimilisofbeldi er þegar einhver sem er skyldur eða tengdur þér, til dæmis foreldri, stjúpforeldri, fullorðið systkini eða forsjáraðili, beitir þig eða fjölskyldu þína ofbeldi.

Heimilisofbeldi

Þótt þetta sé kallað heimilisofbeldi þarf það ekki að gerast heima hjá þér, það getur líka gerst á ferðalagi eða á öðrum stöðum. Stundum býr fólk saman en það þarf samt ekki. Ofbeldið getur verið alls konar, til dæmis líkamlegt, kynferðislegt eða andlegt. Það er líka ofbeldi að þurfa að horfa á aðra beita ofbeldi heima hjá sér.

Fáðu hjálp

Ef einhver í fjölskyldunni þinni er að beita þig eða einhvern annan í fjölskyldunni ofbeldi áttu að segja frá. Þá geturðu fengið hjálp. Samkvæmt lögum eiga fullorðnir að passa upp á börn og láta barnavernd vita ef eitthvað er að.

Það er gott að finna einhvern fullorðinn sem þér finnst gott að tala við. Ef þú vilt tala við einhvern annan en fjölskylduna þína geturðu til dæmis talað við:

  • Kennarann þinn
  • Einhvern í skólanum, eins og hjúkrunarfræðing, sálfræðing eða námsráðgjafa
  • Þjálfarann þinn
  • Starfsfólk í félagsmiðstöðinni

Aðstoð allan sólarhringinn

Aðstoð fyrir sambönd hjá ungmennum

Sjúkt spjall er nafnlaust netspjall fyrir ungmenni af öllum kynjum (yngri en 25 ára) til að ræða áhyggjur af samböndum, samskiptum eða ofbeldi.

Barnavernd

Hjá barnavernd vinnur fólk við að hjálpa börnum og fjölskyldum til að passa að börnum líði vel og séu örugg. Lögreglan og barnavernd vinna saman til að stöðva ofbeldi og tryggja öryggi barna.

Lögreglan lætur barnavernd alltaf vita ef það er grunur um ofbeldi á heimili þar sem barn býr. Starfsmaður frá barnavernd er með þér í gegnum allt ferlið í réttarkerfinu til að passa upp á réttindi þín og öryggi.

Hvað gerist þegar lögreglan rannsakar málið?

Réttarkerfi er eitt orð yfir lögreglu, ákæruvald (saksóknara eða lögreglustjóra) og dómstóla. Þegar heimilisofbeldi er tilkynnt til lögreglu fer fram rannsókn, síðan ákveður ákæruvaldið hvort málið verði sent til dómstóla.

  • Þegar barn er tengt málinu kemur alltaf starfsmaður frá barnavernd til að passa upp á barnið.
  • Þau sem verða fyrir heimilisofbeldi fá ókeypis lögmann sem kallast réttargæslumaður. Hann aðstoðar þolendur við málið í réttarkerfinu.

Þessi leiðarvísir reynir að útskýra hvað gerist í réttarkerfinu fyrir börn (yngri en 18 ára).

Lögreglan fær tilkynningu um ofbeldi

Tvær hendur að fara að setja saman púsl.

Þegar lögreglan fær að vita af heimilisofbeldi rannsakar hún málið.

Munur á þér og þeim sem eru eldri

Tvær leiðar manneskjur sitja hlið við hlið. Two sad young people sitting next to each other.

Sumt í lögunum er öðruvísi fyrir börn, ungmenni og fullorðna.

Fer málið fyrir dóm?

Þegar rannsókn lögreglu er búin er ákveðið hvort það sé ákært í málinu eða það fellt niður.

Réttarhöldin

Þegar saksóknari hefur gefið út ákæru er málið flutt fyrir héraðsdómi. Það kallast réttarhöld eða aðalmeðferð.

Dómurinn

Hendur halda á skjali

Reynt er að kveða upp dóm áður en mánuður er liðinn frá aðalmeðferðinni.

Eftir dóm

Manneskja krýpur við glugga og vökvar plöntu. Úti er bjartur dagur.

Þegar dómur hefur fallið geta alls konar tilfinningar komið upp.

Viltu vita meira um ofbeldi?