Fáðu hjálp
Ef einhver í fjölskyldunni þinni er að beita þig eða einhvern annan í fjölskyldunni ofbeldi áttu að segja frá. Þá geturðu fengið hjálp. Samkvæmt lögum eiga fullorðnir að passa upp á börn og láta barnavernd vita ef eitthvað er að.
Það er gott að finna einhvern fullorðinn sem þér finnst gott að tala við. Ef þú vilt tala við einhvern annan en fjölskylduna þína geturðu til dæmis talað við:
- Kennarann þinn
- Einhvern í skólanum, eins og hjúkrunarfræðing, sálfræðing eða námsráðgjafa
- Þjálfarann þinn
- Starfsfólk í félagsmiðstöðinni
Aðstoð allan sólarhringinn
Aðstoð fyrir sambönd hjá ungmennum
Sjúkt spjall er nafnlaust netspjall fyrir ungmenni af öllum kynjum (yngri en 25 ára) til að ræða áhyggjur af samböndum, samskiptum eða ofbeldi.