Dómurinn

Reynt er að kveða upp dóm áður en mánuður er liðinn frá aðalmeðferðinni.

Hendur halda á skjali

Um dóma

Dómur er skrifleg niðurstaða dómstólsins í málinu. Yfirleitt er sagt að dómar séu kveðnir upp af dómara. Reynt er að kveða upp dóm áður en mánuður er liðinn frá aðalmeðferðinni í dómsalnum. Dómari tilkynnir hvar og hvenær dómurinn verður kveðinn upp. Hann er svo birtur á vefsíðu Héraðsdóms. Nafnið þitt og nöfn vitna eru ekki birt.

Í dómnum kemur fram:

  • Hver var ákærður: nafn viðkomandi, kennitala eða fæðingardagur og heimili.
  • Efni ákærunnar.
  • Hvers var krafist.
  • Aðalatriði málsins.
  • Rök dómara fyrir því hvað teljist sannað í málinu.
  • Rök dómara fyrir refsingu, bótakröfu og sakarkostnaði.

Tegundir dóma

Nú kemur í ljós hvort gerandinn verði dæmdur sekur (fái refsingu) eða hvort hann er sýknaður (saklaus).

Saklaus

Dómaranum fannst ekki hægt að sanna nægilega vel að ofbeldi hafi átt sér stað. Það þýðir ekki að dómarinn trúi ekki þér eða öðrum vitnum. Þetta getur verið erfið niðurstaða fyrir þau sem verða fyrir ofbeldi. Mundu að hugsa vel um þig og þína líðan. Stuðningur frá fjölskyldu, vinum, sálfræðingi eða barnavernd getur hjálpað.

Sekur

Þegar fólk er dæmt sekt fer dómurinn á sakaskrá þess í 5-10 ár. Það þarf yfirleitt líka að greiða bætur og sakarkostnað. Refsingin er að hljóta þennan dóm. Markmiðið með fangelsi er svo að koma í veg fyrir að manneskjan brjóti aftur af sér.

Þetta getur verið léttir fyrir þig og fjölskyldu þína en það er líka eðlilegt að upplifa alls konar tilfinningar. Mikilvægt er að halda áfram að hugsa um andlega heilsu þína og fá stuðning ef þú þarft.

Óskilorðsbundinn dómur

Þegar sá sem er ákærður er dæmdur í fangelsi kallast það óskilorðsbundinn dómur.

Skilorðsbundinn dómur

Stundum þarf fólk ekki að fara í fangelsi ef það brýtur ekki af sér í ákveðinn tíma. Þá kallast það skilorðsbundinn dómur.

Stuðningur frá fjölskyldu, vinum, sálfræðingi eða barnavernd getur hjálpað.

Áfrýjun til Landsréttar

Ef einhver er ósáttur við niðurstöðu dómsins er hægt að áfrýja málinu innan 4 vikna til Landsréttar sem er næsta dómstig á eftir héraðsdómi.

Hvenær telst máli lokið?

Málinu þínu telst lokið í réttarkerfinu þegar:

Hvað þarf að bíða lengi eftir dómi?

Reynt er að kveða upp dóma áður en mánuður er liðinn frá aðalmeðferðinni.

Aðstoð fyrir unglinga

Bergið Headspace

Bergið headspace

Bergið er stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk 12 til 25 ára. Ekkert vandamál er of lítið eða of stórt.

Sjúkt spjall

Nafnlaust netspjall fyrir ungmenni til að ræða áhyggjur af samböndum, samskiptum eða ofbeldi.