Um dóma
Dómur er skrifleg niðurstaða dómstólsins í málinu. Yfirleitt er sagt að dómar séu kveðnir upp af dómara. Reynt er að kveða upp dóm áður en mánuður er liðinn frá aðalmeðferðinni í dómsalnum. Dómari tilkynnir hvar og hvenær dómurinn verður kveðinn upp. Hann er svo birtur á vefsíðu Héraðsdóms. Nafnið þitt og nöfn vitna eru ekki birt.
Í dómnum kemur fram:
- Hver var ákærður: nafn viðkomandi, kennitala eða fæðingardagur og heimili.
- Efni ákærunnar.
- Hvers var krafist.
- Aðalatriði málsins.
- Rök dómara fyrir því hvað teljist sannað í málinu.
- Rök dómara fyrir refsingu, bótakröfu og sakarkostnaði.