Eins hjá börnum og fullorðnum
Það skiptir ekki máli hversu gamalt fólk er, það er alltaf betra að segja frá heimilisofbeldi til að fá aðstoð. Þú skalt reyna að segja sem fyrst frá því sem gerðist.
Þú þarft ekki að kæra ofbeldið
Það er bannað samkvæmt lögum að beita ofbeldi. Þess vegna þarf sá sem verður fyrir ofbeldinu ekki að kæra það, hvort sem hann er barn eða fullorðinn.
- Ef lögreglan fær að vita af heimilisofbeldi rannsakar hún málið.
- Ef það eru nógu miklar sannanir fyrir ofbeldinu fer málið fyrir dóm.
- Þau sem verða fyrir ofbeldinu fá lögmann sem er kallaður réttargæslumaður. Hann er í samskiptum við fullorðnu manneskjuna sem er með þér í ferlinu um hvernig málið gengur.
Hjálp til að líða betur
Það líður öllum illa sem verða fyrir ofbeldi en það geta allir fengið hjálp til að líða betur. Þegar barnavernd veit af ofbeldinu skipuleggja þau meðferð fyrir þig og stundum líka fyrir foreldra þína. Stærsti hluti meðferðarinnar er viðtöl við sálfræðinga.
Ferlið tekur tíma
Frá því að heimilisofbeldi er rannsakað af lögreglu og þar til það er dæmt í málinu líður oftast 1 ár, stundum lengra.