Með átakinu Góða skemmtun vill Neyðarlínan hvetja almenning til að:

  • vera vakandi fyrir umhverfi sínu
  • stuðla að öryggi í samskiptum
  • virða mörk
  • segja frá ef einhver þarf á aðstoð að halda

Með því að vera vakandi fyrir því sem er að gerast í kringum okkur getum við öll stuðlað að góðri skemmtun þar sem öll upplifa sig örugg fyrir kynferðislegu ofbeldi og áreitni.

Góða skemmtun er sameiginlegt átak Neyðarlínunnar, Dómsmálaráðuneytisins og Ríkislögreglustjóra. Markmið þess er að minna almenning á hlutverk og þjónustu Neyðarlínunnar 112 og hvetja um leið til samstöðu gegn ofbeldi á skemmtunum.

Sjá upplýsingar fyrir viðburðarhaldara.

Hafðu samband við 112 ef þú hefur áhyggjur af hegðun einhvers, telur að einhver sé í hættu eða hafi orðið fyrir ofbeldi.

Ef eitthvað gerðist

Ef þú varst fyrir ofbeldi eða varst vitni af ofbeldi þá er mikilvægt að láta einhvern fullorðinn vita. Í skólaskemmtunum ætti að vera starfsmaður frá skólanum sem hægt er að tala við. Öryggisverðir og starfsfólk staðarins geta líka aðstoðað. Ef einhver vafi er þá skal hringja í 112.

Aðstoð

Neyðarmóttaka vegna kynferðisofbeldis

Neyðarmóttakan tekur á móti öllum þeim sem hafa orðið fyrir nauðgun, tilraun til nauðgunar eða öðru kynferðisofbeldi.

Neyðarmóttaka vegna kynferðisofbeldis

Neyðarmóttakan tekur á móti öllum þeim sem hafa orðið fyrir nauðgun, tilraun til nauðgunar eða öðru kynferðisofbeldi.

Sjúkt spjall

Nafnlaust netspjall fyrir ungmenni til að ræða áhyggjur af samböndum, samskiptum eða ofbeldi.

Lögreglan

Lögreglan hjálpar fólki sem verður fyrir ofbeldi. Ofbeldi í nánum samböndum er litið mjög alvarlegum augum hjá lögreglunni.

Hvað áttu að gera ef þú verður vitni af áreitni eða ofbeldi?

Það er gott að hugsa viðbrögðin áður en þú lendir í aðstæðunum.

Meiri upplýsingar

Unglingar - Fræðsla um ofbeldi

Ofbeldi gengur út á að stjórna, hræða og niðurlægja hinn aðilann til að ná yfirráðum og viðhalda stjórn. Ofbeldi á sér stað óháð kyni, aldri, kynhneigð eða hverju öðru. Það er aldrei í lagi að beita ofbeldi.

Kynferðisleg áreitni

Þegar farið er yfir mörk á kynferðislegan hátt er það kynferðisleg áreitni.

Kynferðisofbeldi gegn unglingum

Það er kynferðisofbeldi þegar einhver fær þig til að gera eitthvað kynferðislegt sem þú vilt ekki gera eða gerir eitthvað við þig sem þú hefur ekki samþykkt.

Kynferðisofbeldi

Kynferðisofbeldi er það þegar einhver fær þig til að gera eitthvað kynferðislegt sem þú vilt ekki gera, káfar á þér eða áreitir þig á kynferðislegan hátt.

Nauðgun

Enginn hefur rétt á að þvinga aðra manneskju til að gera eitthvað kynferðislegt sem hún vill ekki gera. Þegar kynmök eru höfð við manneskju án samþykkis er það nauðgun.

Byrlun

Byrlun er þegar einhver gefur annarri manneskju lyf, áfengi eða vímuefni án hennar samþykkis eða vitundar.