Góða Skólaskemmtun

Góða skemmtun er kveðja frá Neyðarlínunni og hvatning til viðburðarhaldara að tryggja að samkomur eins og skólaskemmtanir séu örugg og góð skemmtun.

Tónleikar þar sem hljómsveit stendur á sviði og er að spila. Ljóskastarar lýsa upp sviðið. Fyrir framan sviðið stendur hópur af fólki og nýtur tónlistarinnar. Myndin er í lit fyrir utan einn gest sem er greinilega að káfa á gestinum fyrir framan sig. Það er ekki góð skemmtun.

Góða Skólaskemmtun - Viðburðahaldarar

Tjaldstæði á fallegu íslensku sumarkvöldi. Fjöll í baksýn. Fólk er að koma sér fyrir í tjöldum meðan aðrir eru að elda eða borða sitjandi á teppi. Búið er að kveikja upp varðeld og þar situr gítarleikari og syngur. Myndin er í lit nema einn aðili sem liggur í hengirúmi með öðrum hálf falinn. Er allt í góðu hjá þeim?

Góða skemmtun - Sumar

Góða skemmtun er kveðja frá Neyðarlínunni með ósk um að landsmenn skemmti sér vel í sumar auk þess að vera hvatning til viðburðahaldara að tryggja að samkoman verði góð skemmtun með öryggi gesta í fyrirrúmi.

Jólaþorpið er tilbúið fyrir hátíðarnar og þar er mikið af fólki sem er versla og kaupa sér heitt kakó í snjókomunni.

Góða skemmtun - Jól

Góða skemmtun er kveðja frá Neyðarlínunni með ósk um að landsmenn skemmti sér vel yfir hátíðarnar auk þess að vera hvatning til viðburðarhaldara til að tryggja að samkoman verði góð skemmtun með öryggi gesta í forgangi.