Góð skemmtun er örugg og ofbeldislaus

Er þín skólaskemmtun góð skemmtun?

Leyfisskyldir viðburðir

Tryggið ykkur nauðsynleg leyfi tímanlega í samræmi við ákvæði laga nr. 85/2007. Gott samstarf við sýslumann, lögreglu og aðra viðbragðsaðila er lykilatriði til að allt gangi vel.

Öryggisáætlun

  • Tryggið nægilega öryggisgæslu á skólaskemmtunum, með einn fullorðinn á hverja 20-30 nemendur.
  • Þátttaka foreldra í gæslu hefur gefist vel.
  • Gæslan ætti að vera vel sýnileg og staðsett við innganga, útganga og salerni, auk þess að fara reglulega um staðinn.
  • Gerið öryggisáætlun sem inniheldur meðal annars neyðarútganga, athvörf og viðbrögð við neyðartilvikum.
  • Allt starfsfólk skal þekkja öryggisáætlunina og vita hvernig á að bregðast við neyðartilvikum.

Upplýsingar fyrir nemendur og foreldra

  • Látið nemendur og foreldra fá skýrar upplýsingar um öryggisatriði og reglur á skólaskemmtunum. Þetta má gera með skilaboðum, skiltum, bæklingum, vefsíðum eða á samfélagsmiðlum skólans og nemendafélagsins.
  • Skólaskemmtunum skal ljúka á miðnætti.
  • Hvetjið nemendur og foreldra til að skipuleggja örugga leið til og frá skemmtuninni.

Áfengi og önnur vímuefni

  • Skýr skilaboð skulu send um að áfengi og önnur vímuefni séu bönnuð á skólaskemmtunum.
  • Skólareglur taki fram viðurlög fyrir brot gagnvart öllum nemendum.
  • Ef nemandi undir 18 ára mætir undir áhrifum skal hringt í foreldra til að ná í nemanda og málið tilkynnt barnaverndarþjónustu.
  • Í framhaldinu skal vísa barni og foreldrum á tengilið farsældar í skólanum til aðstoðar.

Aðgerðir gegn kynferðisbrotum og öðru ofbeldi

  • Starfsfólk skal vera þjálfað í að bregðast við kynferðisbrotum og öðru ofbeldi.
  • Útbúið vel merkt athvarf þar sem nemendur geta leitað aðstoðar.
  • Hvetjið nemendur til að láta vita ef þeir verða fyrir áreiti eða ofbeldi.
  • Við eigum öll að vera vakandi gagnvart þeim sem virða ekki mörk.

Aðgengi og aðstaða

  • Skemmtunin skal vera aðgengileg fyrir öll, þar á meðal nemendur með hreyfihömlun.
  • Næg salernisaðstaða og drykkjarvatn skal vera til staðar.
  • Salerni eiga að vera vel lýst og reglulega hreinsuð.

Brot á reglum

  • Skýrar reglur skulu vera í gildi um hvernig bregðast skal við brotum á skólareglum.
  • Ef nemandi undir 18 ára brýtur reglur skal haft samband við foreldra, barnaverndarþjónustu og lögreglu ef þörf krefur.

Ábyrg hegðun á samfélagsmiðlum.

Hvetjið til ábyrgðar við deilingu á samfélagsmiðlum til að fyrirbyggja neteinelti eða dreifingu á óviðeigandi efni.

Allir nemendur eiga að vera með 112 appið í símanum og nota netspjall 112 eða hringja í 112 í neyð.

Slagsmál ungmenna

Gróf slagsmál og einelti hafa alvarlegar og ævilangar afleiðingar.

Áhættuhegðun

Þegar barn hegðar sér á einhvern hátt sem skaðar eða er líklegt til að skaða heilsu þess og þroska kallast það áhættuhegðun. Til dæmis vímuefnaneysla, sjálfskaði, ofbeldi gagnvart öðrum og afbrot.

Kynferðisofbeldi gegn unglingum

Það er kynferðisofbeldi þegar einhver fær þig til að gera eitthvað kynferðislegt sem þú vilt ekki gera eða gerir eitthvað við þig sem þú hefur ekki samþykkt.

Forvarnir gegn kynbundu ofbeldi

Það er upplifun okkar flestra að ef fólki líður vel og er fært í samskiptum þá muni það ekki beita ofbeldi. Það er að miklu leyti rétt en þó eru sumar tegundir ofbeldis sem hafa ávallt dulist betur og jafnvel verið samfélagslega samþykktar.

Slagsmál ungmenna

Gróf slagsmál og einelti hafa alvarlegar og ævilangar afleiðingar.

Kynferðisofbeldi

Kynferðisofbeldi er það þegar einhver fær þig til að gera eitthvað kynferðislegt sem þú vilt ekki gera, káfar á þér eða áreitir þig á kynferðislegan hátt.

Kynferðisleg áreitni

Þegar farið er yfir mörk á kynferðislegan hátt er það kynferðisleg áreitni.

Manneskja föst í glasi. Á botni glassins eru töflur.

Byrlun

Byrlun er þegar einhver gefur annarri manneskju lyf, áfengi eða vímuefni án hennar samþykkis eða vitundar.

Áhættuhegðun

Þegar barn hegðar sér á einhvern hátt sem skaðar eða er líklegt til að skaða heilsu þess og þroska kallast það áhættuhegðun. Til dæmis vímuefnaneysla, sjálfskaði, ofbeldi gagnvart öðrum og afbrot.

Góða skemmtun

Góða skemmtun er kveðja frá Neyðarlínunni með ósk um að landsmenn skemmti sér vel á viðburðum.

Tjaldstæði á fallegu íslensku sumarkvöldi. Fjöll í baksýn. Fólk er að koma sér fyrir í tjöldum meðan aðrir eru að elda eða borða sitjandi á teppi. Búið er að kveikja upp varðeld og þar situr gítarleikari og syngur. Myndin er í lit nema einn aðili sem liggur í hengirúmi með öðrum hálf falinn. Er allt í góðu hjá þeim?