Kynferðislegt áreitni er ofbeldi

Þegar farið er yfir mörk á kynferðislegan hátt er það kynferðisleg áreitni. Áreitnin getur verið með orðum, táknræn, líkamleg eða stafræn. Hegðunin á það sameiginlegt að vera óvelkomin og ekki með samþykki þess sem verður fyrir áreitinu.

Dæmi um kynferðislega áreitni

  • Kynferðislegar athugasemdir eða brandarar.
  • Að flauta kynferðislega á eftir einhverjum.
  • Kynferðislegar myndir eða skilaboð send.
  • Óvelkomnar beiðnir um kynferðislega mynd.
  • Þrálát boð á stefnumót eða um kynlíf þrátt fyrir ítrekaðar neitanir.
  • Káf, strokur eða óvelkomin snerting, innan klæða sem utan.

Kynferðisleg áreitni getur átt sér stað á vinnustöðum, skólum, innan stofnanna, í vinahópum, á skemmtistöðum, í íþróttastarfi og á netinu svo eitthvað sé nefnt.

Fáðu hjálp

Ef þér líður eins og farið hafi verið yfir mörkin á kynferðislegan hátt og líður illa með það er það nægileg ástæða til að skoða málið betur, til dæmis með ráðgjafa í Bjarkarhlíð.

Svar við nektarmynd

Hefur einhver dreift eða hótað að dreifa kynferðislegri mynd af þér? Hefurðu fengið typpamynd sem þú baðst ekki um? Hér eru hugmyndir að skilaboðum sem þú getur svarað með. Taktu skjáskot og hafðu við höndina.

Mynd af farsíma sem sýnir svarmynd.

Hefur þú farið yfir mörkin?

Aðstoð í boði

Sjá alla aðstoð

Bjarkarhlíð

Bjarkarhlíð í Reykjavík veitir fólki sem hefur orðið fyrir ofbeldi stuðning og ráðgjöf í hlýlegu umhverfi. Þar geturðu fengið alla aðstoð á einum stað, eins og frá lögreglu, lögfræðingi og öðrum hjálparsamtökum.

Bjarmahlíð á Akureyri

Bjarmahlíð veitir fólki sem hefur orðið fyrir ofbeldi stuðning og ráðgjöf í hlýlegu umhverfi. Þar geturðu fengið alla aðstoð á einum stað, eins og frá lögreglu, lögfræðingi og öðrum hjálparsamtökum.

Samskiptaráðgjafi

Samskiptaráðgjafi er hér til að hlusta, styðja þig og aðstoða með öll mál sem snerta óeðlileg samskipti eða áreiti við íþróttaiðkun eða æskulýðsstörf.

Kynferðisofbeldi

Kynferðisofbeldi er það þegar einhver káfar á þér eða fær þig til að gera eitthvað kynferðislegt sem þú vilt ekki gera. Kynferðisleg áreitni með orðum og látbragði er líka ofbeldi.

Manneskja heldur fyrir augun. Hún snýr að okkur og mikið liðað hár sveiflast til hægri í vindinum.

Stafrænt ofbeldi

Það er stafrænt kynferðisofbeldi þegar einhver notar tæki eða tækni til að áreita þig kynferðislega.

Manneskja horfir á símann sinn sem sýnir ólæsileg skilaboð. Hún snýr baki í okkur svo við sjáum á símann í höndunum á henni. Mikið liðað hár sveiflast í vindinum.