Kynmök án samþykkis eru nauðgun
Kynferðisofbeldi birtist í mismunandi formi. Það getur til dæmis verið gagnvart börnum, kynferðisleg áreitni, stafrænt ofbeldi, vændi eða nauðgun. Þegar kynmök eru höfð við manneskju án samþykkis er það nauðgun. Nauðgun er eitt af alvarlegustu brotum sem hægt er að fremja, aðeins manndráp er litið alvarlegri augum samkvæmt lögunum. Afleiðingar nauðgunar geta varað um aldur og ævi.
Ekkert réttlætir nauðgun, nauðgarinn einn er ábyrgur gerða sinna. Ef þér er nauðgað er það aldrei þér að kenna.
Ef þér hefur verið nauðgað, þú upplifað einhvers konar þvingun eða að farið hafi verið yfir mörk í kynlífstengdum athöfnum sem þér líður ekki vel með er það þess virði að skoða betur. Þú getur alltaf haft samband við Bjarkarhlíð og fengið ráð. Það skiptir engu máli hversu langt er síðan atvikið gerðist.