Kynmök án samþykkis eru nauðgun

Kynferðisofbeldi birtist í mismunandi formi. Það getur til dæmis verið gagnvart börnum, kynferðisleg áreitni, stafrænt ofbeldi, vændi eða nauðgun. Þegar kynmök eru höfð við manneskju án samþykkis er það nauðgun. Nauðgun er eitt af alvarlegustu brotum sem hægt er að fremja, aðeins manndráp er litið alvarlegri augum samkvæmt lögunum. Afleiðingar nauðgunar geta varað um aldur og ævi.

Ekkert réttlætir nauðgun, nauðgarinn einn er ábyrgur gerða sinna. Ef þér er nauðgað er það aldrei þér að kenna.

Ef þér hefur verið nauðgað, þú upplifað einhvers konar þvingun eða að farið hafi verið yfir mörk í kynlífstengdum athöfnum sem þér líður ekki vel með er það þess virði að skoða betur. Þú getur alltaf haft samband við Bjarkarhlíð og fengið ráð. Það skiptir engu máli hversu langt er síðan atvikið gerðist.

Leiðarvísir um réttarvörslukerfið fyrir þolendur kynferðisofbeldis

Ef það hefur verið brotið á þér kynferðislega gætirðu viljað draga gerandann til ábyrgðar. Hér eru upplýsingar um ferlið, frá því að brotið er tilkynnt til lögreglu og þar til það fer fyrir dóm.

Hvað felst í samþykki?

Að gefa samþykki af frjálsum vilja er nauðsynlegt í kynlífi og kynferðislegum athöfnum. Annað er kynferðislegt ofbeldi.

Þekkir þú birtingarmyndir ofbeldis?

Skoða fleiri dæmi

Lára

Á fyrstu mánuðum sambandsins fannst Láru aðdáunarvert og sexý hversu auðvelt var að tala við Þránd um kynlíf. En með tímanum virtist þörf hans fyrir að ræða og stunda kynlíf bara aukast og henni fór að finnast það óþægilegt. Sérstaklega þegar hann sagði henni frá nauðgunarfantasíu sem hann var með.

Eina nóttina vaknar Lára upp við að Þrándur er að stunda mök með henni. Hún veit ekki hvað hún á að gera svo hún gerir ekki neitt. Eftir á þakkar Þrándur henni, snýr sér á hina hliðina og sofnar.

Er þetta ofbeldi?

Stígamót

Stígamót hjálpa öllum (konum, körlum og kynsegin fólki) sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi.

Bjarkarhlíð

Bjarkarhlíð í Reykjavík veitir fólki sem hefur orðið fyrir ofbeldi stuðning og ráðgjöf í hlýlegu umhverfi. Þar geturðu fengið alla aðstoð á einum stað, eins og frá lögreglu, lögfræðingi og öðrum hjálparsamtökum.

Neyðarmóttaka vegna kynferðisofbeldis

Neyðarmóttakan tekur á móti öllum þeim sem hafa orðið fyrir nauðgun, tilraun til nauðgunar eða öðru kynferðisofbeldi.

Byrlun

Byrlun er þegar einhver gefur annarri manneskju lyf, áfengi eða vímuefni án hennar samþykkis eða vitundar.

Öryggi á netinu

Þú gætir að öryggi þínu á netinu með því að tryggja að tækin þín ekki viljandi eða óviljandi að deila persónulegum upplýsingum sem þú vilt ekki að fari lengra.

Manneskja heldur um gagnaugun og yfir henni vofir regnský. Hún er leið á svipinn.  Önnur manneskja heldur regnhlíf yfir höfði hennar til að skýla henni fyrir regninu.