Viðbrögð þegar ástvinur verður fyrir kynferðisofbeldi

Það getur verið erfitt að vita hvernig eigi að bregðast við þegar vinur, fjölskyldumeðlimur eða maki hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi. Að bregðast vel við þegar ástvinir segja frá kynferðisofbeldi getur skipt öllu máli fyrir bata þeirra. Þú sýnir stuðning með því að halda ró þinni, hlusta, trúa og ekki kenna þeim um það sem gerðist.

Hvernig hjálpar þú ástvin sem verður fyrir kynferðisofbeldi?

  • Trúðu. Þegar einhver segir þér frá kynferðisofbeldi sem hann hefur orðið fyrir ættirðu að trúa því og segja það upphátt.
  • Hlustaðu. Hlustaðu án þess að trufla eða tala of mikið. Það er eðlilegt að vilja spyrja margra spurninga en það gæti látið manneskjunni líða illa og hljómað eins og þú kennir henni um.
  • Aldrei kenna þeim um. Kynferðisofbeldi er aldrei þeim að kenna sem verða fyrir því. Það skiptir ekki máli hvernig fólk er klætt, hvort það var undir áhrifum vímuefna eða hvernig tengslin eru við þann sem beitti ofbeldinu – kynferðisofbeldi er aldrei í lagi.
  • Leyfðu þeim að tjá tilfinningar sínar. Leyfðu manneskjunni að gráta, öskra eða þegja eins og hún vill. Það getur verið óþægilegt en það er mikilvægt að hún geti tjáð erfiðar tilfinningar.
  • Spyrðu áður en þú snertir. Margt fólk sem hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi finnst snerting óþægileg, sérstaklega stuttu eftir brotið. Spurðu hvort þú megir knúsa það, það gefur þeim líka mikilvægt vald til að segja já eða nei.
  • Bjóddu fram hjálp. Gott er að hvetja fólk til þess að leita sér aðstoðar, til dæmis hjá Bjarkarhlíð, en ákvörðun verður alltaf að vera þeirra. Bjóddu upp á að leita upplýsinga um hvert sé hægt að leita og að koma með í viðtöl.

Mundu að sýna þolinmæði, bataferlið getur tekið langan tíma.

Farðu vel með þig

Það er eðlilegt að fara í uppnám þegar ástvinur eða fjölskyldumeðlimur verður fyrir ofbeldi. Þú gætir upplifað tilfinningar eins og reiði, sjokk, samviskubit og vanmátt. Það er mikilvægt að þú hugsir líka um þína velferð. Aðstandendur geta fengið stuðning og ráðgjöf hjá Stígamótum.

Leiðarvísir um réttargæslukerfið fyrir þolendur kynferðisofbeldis

Kynntu þér hvernig ferill sakamála er í réttarkerfinu, allt frá því að tilkynnt er um brot til lögreglu og þar til máli lýkur.

Stígamót

Stígamót hjálpa öllum (konum, körlum og kynsegin fólki) sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi.

Neyðarmóttaka vegna kynferðisofbeldis

Neyðarmóttakan tekur á móti öllum þeim sem hafa orðið fyrir nauðgun, tilraun til nauðgunar eða öðru kynferðisofbeldi.

Bjarkarhlíð

Bjarkarhlíð veitir fólki sem hefur orðið fyrir ofbeldi stuðning og ráðgjöf í hlýlegu umhverfi. Þar geturðu fengið alla aðstoð á einum stað, eins og frá lögreglu, lögfræðingi og öðrum hjálparsamtökum.

Kynferðisofbeldi

Kynferðisofbeldi er það þegar einhver fær þig til að gera eitthvað kynferðislegt sem þú vilt ekki gera, káfar á þér eða áreitir þig á kynferðislegan hátt.

Manneskja heldur fyrir augun. Hún snýr að okkur og mikið liðað hár sveiflast til hægri í vindinum.

Þekkirðu einhvern í ofbeldissambandi?

Það er í lagi að spyrja fólk hvort það sé að upplifa ofbeldi í nánu sambandi. Þú hjálpar með því að trúa og taka það alvarlega.

Manneskja leiðir aðra manneskju í gegnum stóra gátt inn í bjartan himinn.