Viðbrögð þegar ástvinur verður fyrir kynferðisofbeldi
Það getur verið erfitt að vita hvernig eigi að bregðast við þegar vinur, fjölskyldumeðlimur eða maki hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi. Að bregðast vel við þegar ástvinir segja frá kynferðisofbeldi getur skipt öllu máli fyrir bata þeirra. Þú sýnir stuðning með því að halda ró þinni, hlusta, trúa og ekki kenna þeim um það sem gerðist.