Dómstólarnir taka við málinu
- Lögreglan sendir málið til héraðssaksóknara. Þar er málið skoðað aftur. Héraðssaksóknari er lægsta dómstigið á Íslandi. Önnur dómstig eru Landsréttur og hæstiréttur, sem er efsta dómstigið.
- Hjá héraðssaksóknara er ákveðið hvort einstaklingurinn sem braut á þér verði ákærður eða ekki.
- Ef hann er ákærður þarf hann að mæta fyrir dóminn og segja hvort hann sé sekur eða saklaus. Þetta fyrsta skref fyrir dómi er kallað þingfesting. Þú þarft ekki að mæta þangað.
- Ef viðkomandi segist vera sekur og viðurkennir að hafa brotið á þér, segir dómarinn hvaða refsingu viðkomandi á að fá.
- Ef einstaklingurinn sem braut á þér neitar því að hafa gert það, þá þarf að rétta í málinu í héraðsdómi. Héraðsdómar eru út um allt land.
- Það sem við köllum oft réttarhöld er kallað aðalmeðferð í dómsal. Þegar aðalmeðferð er lokið þá ákveður dómari dóminn. Þá segir hann til um það hvort það sé búið að sanna að viðkomandi sé sekur eða ekki. Ef það hefur ekki tekist að sanna það nógu vel er hann saklaus.
Hvar fer aðalmeðferðin fram?
Héraðsdómar eru á átta mismunandi svæðum á landinu. Yfirleitt er málið tekið fyrir þar sem gerandinn á heima.