Eins og hjá 18 og eldri
Kynlíf
Það má stunda kynlíf með þér ef þú samþykkir það.
Betra að segja frá
Það skiptir ekki máli hversu gamall einhver er, það er alltaf betra að segja frá kynferðisbroti. Þú skalt reyna að gefa upp nafn og fá aðstoð við að kæra. Þú getur hringt í 112 og fengið hjálp.
Skýrslutaka hjá lögreglu
Þú þarft að mæta til lögreglunnar í viðtal sem er kallað skýrslutaka og segja frá brotinu. Stundum eru viðtölin í barnahúsi.
Mæta í héraðsdóm
Ef málið fer fyrir dóm þarft þú að mæta í dómsalinn og segja frá brotinu aftur. Þú getur undirbúið þig með réttargæslumanninum þínum og fengið að æfa þig í dómsal í sýndarveruleika.
Það má kæra jafnaldra þína
Unglingar verða sakhæfir 15 ára. Það þýðir að það má handtaka þau sem eru jafngömul og þú og refsa þeim ef þau fremja afbrot.
Ferlið tekur tíma
Þú getur gert ráð fyrir að ferlið taki tvö ár eða meira.