Þessi síða er hluti af Leiðarvísi um réttarvörslukerfið fyrir 15-17 ára þolendur kynferðisbrota.

Þú lýsir því sem gerðist.
Þessi síða er hluti af Leiðarvísi um réttarvörslukerfið fyrir 15-17 ára þolendur kynferðisbrota.
Réttargæslumaðurinn þinn undirbýr þig fyrir skýrslutökuna og á hverju þú mátt eiga von. Það er líka mælt með því að hafa réttargæslumanninn með í skýrslutökunni sjálfri. Ef þið eigið eftir að finna réttargæslumann er hægt að fá lista yfir lögmenn hjá lögreglunni.
Það er ýmislegt sem gæti komið þér á óvart í skýrslutökunni. Hér eru dæmi:
Skýrslutakan tekur yfirleitt um klukkutíma. Stundum tekur hún lengri tíma svo gott er að gera ráð fyrir því.
Nú tekur við nokkurra mánaða bið á meðan lögregla rannsakar málið. Það er lítið sem þú getur gert annað en að huga vel að þinni uppbyggingu eftir áfallið.
Á meðan á rannsókn stendur gæti lögregla kallað þig inn í aðra skýrslutöku til að varpa ljósi á eitthvað sem komið hefur upp í rannsókninni eða biðja þig um einhver gögn. Þá hefur lögreglan samband við þinn réttargæslumann sem aðstoðar þig að svara.
Lögreglan safnar gögnum. Svo er ákveðið hvort málið fari til héraðssaksóknara eða ekki.