Hvað er skýrslutaka?
- Skýrslutaka er þegar þú lýsir því sem gerðist fyrir lögreglumanni eða lögreglukonu.
- Skýrslutakan ferfram í sérstöku herbergi á lögreglustöð. Stundum er viðtalið í Barnahúsi.
Undirbúningur
Réttargæslumaðurinn þinn undirbýr þig fyrir skýrslutökuna og á hverju þú mátt eiga von. Það er líka mælt með því að hafa réttargæslumanninn með í skýrslutökunni sjálfri. Ef þið eigið eftir að finna réttargæslumann er hægt að fá lista yfir lögmenn hjá lögreglunni.
Meira um skýrslutökuna:
- Viðtalið er tekið upp, bæði hljóð og mynd.
- Í herberginu eru þú, rannsakandi hjá lögreglunni og réttargæslumaðurinn þinn. Ef þú þarft túlk er hann líka viðstaddur.
- Ef þú áttar þig seinna á að þú hefðir getað sagt frá fleiru í skýrslutökunni geturðu haft samband við rannsakanda eða réttargæslumanninn og beðið um að bæta við skýrsluna. Rannsakandi gæti þá kallað þig aftur inn í viðtal svo að viðbótarupplýsingarnar séu líka til á upptöku.
- Skýrslutaka þarf ekki sjálfkrafa að þýða að brotið verði kært.