Manneskja heldur fyrir augun. Hún snýr að okkur og mikið liðað hár sveiflast til hægri í vindinum.

Andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum

Ofbeldi gegn barni hefur alvarlegar afleiðingar langt fram á fullorðinsár. Það er alltaf mikilvægt að stöðva ofbeldið eins fljótt og hægt er og koma börnum til hjálpar.

Hvernig á að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum?

Til að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum þurfum við að vera vakandi fyrir merkjunum, fræða börn, hlusta og tilkynna ef grunur er um ofbeldi.

Vanræksla á barni

Það er vanræksla þegar barn fær ekki þá umönnun og aðbúnað sem því er nauðsynlegt og getur skaðað þroska þess.

Áhættuhegðun

Þegar barn hegðar sér á einhvern hátt sem skaðar eða er líklegt til að skaða heilsu þess og þroska kallast það áhættuhegðun. Til dæmis vímuefnaneysla, sjálfskaði, ofbeldi gagnvart öðrum og afbrot.

Hvernig er hægt að stöðva einelti?

Einelti er endurtekið ofbeldi, líkamlegt eða andlegt, þar sem einn eða fleiri níðast á einstaklingi sem á erfitt með að verjast. Til að geta stöðvað einelti er mikilvægt að þekkja vísbendingarnar.

Manneskja heldur um gagnaugun og yfir henni vofir regnský. Hún er leið á svipinn.  Önnur manneskja heldur regnhlíf yfir höfði hennar til að skýla henni fyrir regninu.

Ráð fyrir foreldra barna sem beita eða verða fyrir ofbeldi

Foreldrar og aðrir í lífi barna og ungmenna geta minnkað líkur á að þau beiti eða verði fyrir ofbeldi.

Foreldrafræðsla

Að ala upp barn er eitt mikilvægasta og mest krefjandi verkefni sem foreldrar takast á við í lífinu. Færni í uppeldi er hins vegar hvorki meðfædd né kemur sjálfkrafa heldur tekur tíma að tileinka sér nauðsynlega þekkingu.

Fræðsla fyrir yngstu börnin

Það er gott að ræða við börn hvaða hegðun sé í lagi og hvað ekki. Hér eru efni til að sýna börnum á aldrinum 4 til 9 ára um einelti og ofbeldi.

Talaðu við börn um örugg netsamskipti

Kenndu börnum leiðir til að koma í veg fyrir stafræn brot og leiðir til að takast á við það ef það gerist.

Það þarf heilt þorp til að ala upp barn.

Afrískt máltæki

Hafðu samband við 112 ef þig grunar að barn búi við slæmar aðstæður.

Tilkynningarskylda

Ef þig grunar að barn hefur orðið fyrir ofbeldi, að það búi við óviðunandi aðstæður eða að það sé að stofna heilsu sinni og þroska í hættu þá áttu samkvæmt lögum að tilkynna það til barnaverndarnefndar. Það geturðu gert með því að hringja í 112. Þetta á líka við um ófædd börn. Tilkynningarskyldan á bæði við um almenning og fólk sem hefur afskipti af börnum vegna starfs síns.

Þegar tilkynnt er kemur fagaðili málinu í farveg og fjölskyldu er veitt stuðningur frá annað hvort barnavernd eða félagsþjónustu. Losaðu þig við áhyggjurnar og beindu þeim í farveg með því að láta vita. Velferð barnsins er alltaf höfð að leiðarljósi.

Börn og unglingar

Hér geta börn og unglingar lesið sér til um samskipti, ofbeldi og hvaða hjálp er í boði.