Skýrslutaka á höfuðborgar­svæðinu

Þegar kæra er lögð fram í kynferðisbrotamálum kallar lögreglan þolanda til skýrslutöku. Hér fjallað um skýrslutöku hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með 4 lögreglustöðvar, Hverfisgötu í Reykjavík, Vínlandsleið í Reykjavík, Dalvegi í Kópavogi og Flatahrauni í Hafnarfirði. Rannsóknarlögreglumenn í kynferðisbrotum eru með starfsstöð á lögreglustöðinni við Hverfisgötu.

Aftur í leiðarvísi um réttarkerfið fyrir þolendur kynferðisofbeldis

Úrræði

Neyðarmóttaka vegna kynferðisofbeldis

Neyðarmóttakan tekur á móti öllum þeim sem hafa orðið fyrir nauðgun, tilraun til nauðgunar eða öðru kynferðisofbeldi.

Viðtalsherbergi í Bjarkarhlíð.

Bjarkarhlíð

Bjarkarhlíð í Reykjavík veitir fólki sem hefur orðið fyrir ofbeldi stuðning og ráðgjöf í hlýlegu umhverfi. Þar geturðu fengið alla aðstoð á einum stað, eins og frá lögreglu, lögfræðingi og öðrum hjálparsamtökum.

Stígamót

Stígamót hjálpa öllum (konum, körlum og kynsegin fólki) sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi.