Öryggi og snjallsíminn

Það er auðvelt að fylgjast með ferðum þínum og athöfnum með snjallsímanum. Þú getur gert margt sem verndar þig ef þú telur að einhver sé að fylgjast með þér með símanum þínum.

Manneskja horfir á símann sinn og úr honum er öryggismerki.

Ef þú veist eða grunar að síminn þinn sé með njósnabúnað, farðu varlega þegar þú notar hann. Skildu símann eftir heima eða hafðu hann í öðru herbergi þegar þú átt samtal sem á að vera í trúnaði.

Grunnurinn

Farðu yfir símann þinn og athugaðu eftirfarandi:

  • Setja á skjálás, eða breyta um, til að opna símann. Það getur verið PIN-númer (sem ekki er hægt að giska á), fingrafar eða andlitsskanni.
  • Skoða hvaða Apple eða Google-reikningur er skráður á símanum og hvort hann er shared eða tengdur öðrum, til dæmis fjölskyldureikningi (family account).
  • Skoða hvort verið sé að deila staðsetningu (location sharing) til dæmis á öppum eins og Maps eða samfélagsmiðlum. Athugaðu að þú getur slökkt alveg á að síminn noti staðsetningu í stýrikerfinu.
  • Hreinsa vafrasögu og skoða hvernig einkahamur í vafra (private eða incognito) virkar.
  • Kanna hvort njósnahugbúnaður sé á símanum.

Vafrasaga

Allt sem þú gerir í vafranum þínum vistast í vafrasögu (history). Það er auðvelt að eyða þeirri sögu út.

Ef þú óttast að einhver sé að fylgjast með hvaða síður þú ert að skoða í símanum þá gæti verið sniðugt að nota annan vafra í símanum heldur en í tölvunni.

Það eru margir vafrar til boða og fyrir bæði tölvu og síma. Vinsælustu eru Edge, Chrome, Firefox og Safari (einungis fyrir Apple vörur).

Hér fyrir neðan er mynd sem sýnir hvernig þú hreinsar söguna í tölvu og hér eru tenglar fyrir símaleiðbeiningar fyrir iPhone og Android.

Ef þú notar sama vafra í síma og tölvu og ert skráður inn í vafranum (mjög líklegt) þá er hægt að sjá vafrasögu frá símanum í tölvu og öfugt.

Eyða vafrasögu í Windows og Apple
Hreinsa vafrasögu í tölvu. Ef þú ert að nota sama vafra í síma og ert innskráður þá eyðir þetta sögunni í báðum tækjum.

Safety Check í iPhone símum

Með Safety Check geturðu skoðað hvaða forrit og fólk hefur aðgang að staðsetningunni þinni og fleira. Við mælum með að iPhone notendur skoði þetta reglulega í Settings > Privacy and Security > Safety check.

Njósnaforrit

Njósnaforrit geta verið mismunandi og sent upplýsingar um ótal hluti. Sem dæmi geta þau sent upplýsingar um staðsetningu þína, hvað þú skrifar og jafnvel tekið upp allt sem sést á skjánum.

Það eru viss meri um að njósnaforrit sé í símanum þínum:

  • Rafhlaðan eyðist fljótt eða síminn hitnar mikið.
  • Síminn er hægari en hann er vanur og forrit lokast oftast sjálfkrafa.
  • Gæði í símtöl er minni en vanalega.
  • Þú sérð forrit í símanum sem þú kannast ekki við.

Þú getur athugað hvort það sé njósnaforrit með eftirfarandi leiðbeiningum fyrir Android og þú getur séð hvaða forrit sjá staðsetninguna þína í Safety Check í iPhone símum (Settings > Privacy and Security > Safety check).

Í iPhone birtast öll forrit sem eru uppsett í App Library. Þar flokkar síminn forritin eftir tegund. Þú getur athugað sérstaklega Utlities, Productivity, Social, Business, Health & Fitness og Others eftir grunsamlegum forritum. Hér fyrir neðan eru nokkur njósnaforrit og hvar þau birtast í símanum.

Í bæði iPhone og Android er góð regla að eyða þeim forritum sem þú kannast ekki við og ert ekki að nota. Þú getur alltaf sótt þau aftur ef kemur í ljós að þú þarft að nota þau.

Viðskiptavinir Hringdu, Símans og Vodafone geta snúið sér til síns farsímafélags ef þá grunar að það sé njósnabúnaður á snjallsímanum þeirra. Starfsfólk í verslunum aðstoðar þig við að kanna málið.

Fjarlæga Njósnaforrit:

Ef þú finnur njósnaforrit eða telur að það sé í símanum, þá mælum við með að framkalla Factory Reset. Það hreinsar símann algjörlega og eyðir öllu úr honum. Passaðu að myndir og annað sem þú vilt eiga sé afritað í skýinu (t.d. iCloud) en ekki nota backup til að setja símann upp aftur.

Leiðbeiningar fyrir: Android | iPhone

Staðsetningin þín

Flest forrit biðja um ótal leyfi þegar þú opnar þau fyrst og oft er staðsetningin þín þar með.

Þú getur skoðað hvaða forrit hafa þetta leyfi í Android í stillingunum þar og með Safety Check í iPhone símum (Settings > Privacy and Security > Safety check).

Einnig er gott að skoða hvort einhver annar hafi aðgang að staðsetningu þinni í gegnum Google Maps.

AirTags og önnur lítil staðsetningartæki

Ef iPhone síminn þinn skynjar að eitthvað tæki er að ferðast með þér sem sendir staðsetninguna, þá muntu fá skilaboð á skjáinn um það.

Í Android er þetta ekki innbyggt en notendur geta náð í Apple forrit sem heitir Tracker Detect.

Frekari upplýsingar

Netöryggi

Samskipti fara æ oftar fram á netinu. Mikilvægt er að vita hvaða hegðun er í lagi, hvaða hegðun er óviðeigandi og hvað eigi að gera þegar stafrænt ofbeldi á sér stað. Lærðu hvernig þú getur bætt öryggi þitt og þinna á netinu.

Netöryggi barna

Handhægar upplýsingar fyrir foreldra barna varðandi netöryggi.

Kona heldur utan um brotið hjarta.

Heimilisofbeldi

Heimilisofbeldi er þegar sá sem beitir ofbeldinu er skyldur eða tengdur þér, til dæmis maki, fjölskyldumeðlimur eða umönnunaraðili. Ofbeldi getur átt sér stað óháð kyni, aldri, kynhneigð eða hverju öðru. Þegar aðilinn sem beitir ofbeldinu er maki eða fyrrverandi maki þá er það kallað ofbeldi í nánu sambandi.

Leiðarvísir um réttarkerfið fyrir þolendur heimilisofbeldis

Heimilisofbeldi er ofbeldi sem er beitt af einhverjum sem er skyldur eða tengdur þér, til dæmis af maka, fyrrverandi maka, fullorðnu barni, foreldri, systkini eða forsjáraðila.