Rannsóknir á netnotkun og netupplifun ungmenna á Íslandi í dag benda til þess að þau upplifi ýmislegt í hinum stafræna heimi sem er þeim ekki boðlegt. Stórt hlutfall barna hefur verið beðið um nektarmynd en slíkt er ólöglegt samkvæmt íslenskum lögum. Það er áhyggjuefni hve mörg þeirra verða við beiðninni og senda af sér mynd sem síðan er auðvelt að deila áfram.
Hér má finna erindi þar sem ýmsir sérfræðingar fara yfir ráðleggingar til foreldra um stöðuna og hvernig þau geta brugðist við til að auka netöryggi barna sinna.