Mundu að til þess að þú getir verið til staðar fyrir aðra, þá þarftu fyrst að vera til staðar fyrir þig. Hlúðu að þér og leyfðu þér að upplifa þær tilfinningar sem þú hefur.
Grunnurinn
- Kynntu þér eðlileg viðbrögð barna við áföllum og erfiðum atvikum.
- Barn þarf góða hvíld, næringu og hreyfingu til þess að takast á við álag.
- Hlúðu að barninu og leyfðu því að finna að það sé öruggt heima hjá sér.
- Tryggðu líkamlega og andlega nánd við barnið, bæði þegar kemur að fjölskyldu og vinum.
- Það besta sem þú getur gert er að ræða við barnið á heiðarlegan og skýran máta.