Allir sýna einhver viðbrögð eftir erfið atvik og atburði eins og ofbeldi, slys, náttúruhamfarir og annað slíkt.
Börn geta átt erfitt með að vinna úr áföllum þar sem þau hafa ekki sömu getu, tækifæri og skilning og fullorðnir hafa. Börn finna oft fyrir miklu öryggisleysi og óvissu eftir áföll. Því er mikilvægt að þau hafi einhvern fullorðinn til að tala við sem getur svarað spurningum sem koma upp og tengt orð við tilfinningarnar sem þau eru að finna.
Fullorðnir í lífi barnsins þurfa einnig að hjálpast við að veita barninu nánd og leyfa því að finna fyrir öryggi.
Lesa um hvað fullorðnir geta gert til að hjálpa börnum eftir áföll