Hvernig geta fullorðnir hjálpað barni eftir áfall?
Þitt hlutverk sem fullorðin manneskja í kringum ungmenni er að passa upp á þau og vernda en einnig að vera góð fyrirmynd. Hegðun þín er ekki bara fordæmagefandi heldur setur einnig tóninn fyrir hegðun barnsins.
Erfiðir atburðir geta haft mikil áhrif á einstaklinga. Viðbrögðin eru mismunandi eftir fólki. Þekking á viðbrögðunum getur hjálpað þér að vinna úr þeim og hjálpað öðrum sem hafa orðið fyrir áföllum.