Með átakinu Góða skemmtun vill Neyðarlínan hvetja almenning til að vera vakandi fyrir umhverfi sínu, stuðla að öryggi í samskiptum, virða mörk og segja frá ef einhver sýnir óviðeigandi hegðun eða þarf á aðstoð að halda við að koma vel fram við aðra. Með því að vera vakandi fyrir umhverfi okkar getum við öll stuðlað að góðri skemmtun þar sem öll upplifa sig örugg fyrir hverskyns ofbeldi. Slagsmál, ógnun, kynferðislegt ofbeldi og áreitni ættu aldrei að líðast.

Góða skemmtun er sameiginlegt átak Neyðarlínunnar, Dómsmálaráðuneytisins og Lögreglunnar sem hvetur til þess að við komum vel fram við hvert annað þegar við skemmtum okkur saman í sumar. Markmiðið er að minna almenning á hlutverk og þjónustu Neyðarlínunnar 112 og hvetja um leið til samstöðu gegn hvers kyns ofbeldi á hátíðum.

Hvað áttu að gera ef þú verður vitni af áreitni eða ofbeldi?

Það er gott að hugsa viðbrögðin áður en þú lendir í aðstæðunum.

Kynferðisleg áreitni

Þegar farið er yfir mörk á kynferðislegan hátt er það kynferðisleg áreitni.

Kynferðisofbeldi

Kynferðisofbeldi er það þegar einhver fær þig til að gera eitthvað kynferðislegt sem þú vilt ekki gera, káfar á þér eða áreitir þig á kynferðislegan hátt.

Ekki beita kynferðisofbeldi

Kynlíf þarf að byggja á virðingu og góðum samskiptum þar sem langanir beggja aðila eru virtar. Að virða mörk annarra er grundvallaratriði í heilbrigðum samskiptum.

Manneskja styður höndum á gagnaugun. Henni líður greinilega illa. Eldingar eru teiknaðar hjá höfðinu.

Slagsmál ungmenna

Gróf slagsmál og einelti hafa alvarlegar og ævilangar afleiðingar.

Manneskja styður höndum á gagnaugun. Henni líður greinilega illa. Eldingar eru teiknaðar hjá höfðinu.

Sjálfstjórn í krefjandi aðstæðum

Það er mikilvægt að þekkja varnarviðbrögð líkamans til að geta tekið góðar og yfirvegaðar ákvarðanir í ógnandi aðstæðum.

Stoppum ofbeldishegðun

Það er aðeins ein leið til að koma í veg fyrir ofbeldi. Það er að stöðva ofbeldishegðun. Fáðu hjálp til þess að koma í veg fyrir eða hætta að beita ofbeldi.

Hafðu samband við 112 ef þú hefur áhyggjur af hegðun einhvers, telur að einhver sé í hættu eða hafi orðið fyrir ofbeldi.