Fáðu hjálp
Ef þú hefur áhyggjur af hegðun þinni og vilt breyta henni, hafðu samband við fagaðila hjá Taktu skrefið. Fullur trúnaður ríkir. Á vefsíðunni þeirra má finna mikið af fræðsluefni og sjálfshjálparefni.
Með því að vera að lesa þetta hefur þú tekið skref í rétta átt. Við getum aðstoðað þig við að skilja bæði ástæður og afleiðingar af óviðeigandi kynhegðun á netinu og bent á úrræði sem hjálpa til við að grípa inn í. Efnið er byggt á vefsíðu Stop it now, sem eru bresk samtök til varnar kynferðisbrotum gegn börnum.
- Mögulega hefur þú ekki gert neitt ólöglegt enn þá en hefur áhyggjur af hegðun þinni á netinu.
- Mögulega hefur þú hætt að skoða kynferðislegar myndir eða hætt kynferðislegu netspjalli við börn eða ungmenni.
- Mögulega ert þú til rannsóknar hjá lögreglunni vegna kynferðisbrots eða kannski veit enginn um nethegðun þína.
Að stíga fyrstu skrefin er oft erfitt og það er eðlilegt að stundum muni þér ganga vel en stundum reynist það erfiðara. Þú getur fengið stuðning til að gera þessar breytingar. Fólk getur og hefur hætt ólöglegri hegðun á netinu. Þú getur það líka og allar leiðbeiningar miða að því að hjálpa þér eftir bestu getu.