Dyraverðir
Ábyrgð dyravarða er að passa:
- Aldur gesta.
- Fjölda gesta.
- Opnunartíma.
- Inn- og útburð áfengis.
- Að allir gestir geti verið öruggir og geti skemmt sér án ofbeldis.
- Annað sem varðar reglur staðarins og lög og reglur.
Góð samskipti, minna ofbeldi
Dyraverðir stunda góð samskipti og eru yfirvegaðir, kurteisir og staðfastir.
Skaðaminnkun er lykillinn í aðstæðum þar sem fólk er farið að reyna að slasa hvert annað. Ef hægt er að tala fólk og róa það er það besti kosturinn.
Dyraverðir hafa samband við lögreglu þegar vandamál eru orðin of stór.
Góð samskipti eru: spurningar og beiðnir, bent á staðreyndir og afleiðingum lýst. Eðlileg viðbrögð og útskýringar eru lykillinn.
Dæmi:
- Þú ert búinn að vera í átökum.
- Ég horfði á þig áreita/skemma ...
- Að okkar mati ertu búinn að ganga of langt.
- Reglur staðarins eru skýrar og þess vegna… (færir ábyrgðina á reglurnar).
- Vinsamlegast hættu þessu.
- Vinsamlegast yfirgefðu staðinn.
Slæm samskipti: ásakanir, sleggjudómar, heimtingar og hótanir.
Dæmi:
- Drullaðu þér í burtu.
- Þú ert fullur, fáviti þinn.
- Þú ert búinn að drulla upp á bak.