Samkomulag um ofbeldislausa og örugga skemmtistaði
Með samkomulaginu er stefnt á að fyrirbyggja allt mögulegt ofbeldi á skemmtistöðum. Ofbeldi eins og kynbundin og kynferðisleg áreitni, vændi og mansal, sem og ofbeldi sem byggist á fordómum eða hatri, svo sem í garð innflytjenda eða hinsegin fólks, er ekki liðið.
Fleiri sveitarfélög og lögregluembætti hafa unnið með skemmtistöðum og veitingastöðum á sínu svæði á svipaðan hátt.
Skemmtistaðir sem taka þátt í verkefninu eru merktir með þar til gerðu merki.