Dreifing og birting efnis á samfélagsmiðlum er meðal annars háð algrímum, reiknireglum sem byggja á notkun annarra sem tilheyra sambærilegum samfélagshópnum og þú og þinni eigin notkun á samfélagsmiðlum. Algrímin lúta lögmálum sem notendur stýra ekki nema að takmörkuðu leyti, en hægt er að hafa veruleg áhrif á það efni sem birtist á samfélagsmiðlastraumum með því að endurstilla samfélagsmiðlanotkunina. Norska fjölmiðlastofnunin gaf nýlega út gagnlegar leiðbeiningar um hvernig þetta megi gera, en þær eru þýddar og staðfærðar fyrir íslenska neytendur hér að neðan.
Með því að fylgja nokkrum einföldum skrefum geturðu haft áhrif á reikniritið þitt á TikTok og Instagram - og fengið meira af því sem þú vilt sjá.