Líklegra til að verða fyrir ofbeldi

Rannsóknir sýna að eldra fólk er líklegra til að verða fyrir ofbeldi en yngra fólk.

Ein helst ástæðan fyrir því er sú að eldra fólk upplifir oft mikla félagslega einangrun. Ótti við enn meiri félagslegri einangrun er algeng ástæða fyrir því að fólk kvarti ekki yfir ofbeldinu sem þau verða fyrir. Það á sérstaklega við ef sá sem beitir ofbeldinu er ummönnunaraðili.

Tegundir ofbeldis

Almennt ofbeldi

  • Þegar einhver meiðir þig, ógnar þér, áreitir þig eða niðurlægir þig.
  • Þegar notuð eru tæki eða tækni til þess þá er oft talað um stafrænt ofbeldi.

Fjárhagslegt ofbeldi

  • Þegar einhver svíkur af þér peninga, stelur þeim eða misnotar þá.
  • Þegar einhver skapar þrýsting hvernig þú ráðstafar peningum þínum.
  • Sá sem sér um fjármálin þín útvegar ekki nauðsynjar.
  • Að láta þig undirrita skjöl sem þú ert ekki með skilning á.
  • Lesa meira um fjárhagslegt ofbeldi.

Líkamlegt ofbeldi

  • Þegar einhver meiðir þig, til dæmis klípur, kýlir, heldur þér, sparkar, lemur þig eða misnotar lyfin þín.
  • Áverkar, skurðir, óútskýrð meiðsl, brunasár og lélegt ástand húðar geta verið merki um líkamlegt ofbeldi.
  • Lesa meira um líkamlegt ofbeldi.

Andlegt ofbeldi

  • Hótanir, til dæmis um líkamlegt ofbeldi, takmörkun að aðgengi að lyfjum og nauðsynlegum hjálpartækjum eða einangrun.
  • Niðurlæging.
  • Ásakanir.
  • Þvingun og stjórnun.
  • Takmarkanir á félagsskap og samskiptum við aðra.
  • Niðrandi tal og fordómar um kyn þitt, kynhneigð, kynþátt, aldur eða öðru sem þú hefur enga stjórn á.
  • Lesa meira um andlegt ofbeldi.

Kynferðislegt ofbeldi

  • Þegar einhver káfar á þér.
  • Kynferðisleg stríðni eða áreitni.
  • Nauðgun. Þegar einhver lætur þig gera eitthvað kynferðislegt sem þú vilt ekki gera eða getur ekki samþykkt vegna skerðingar.
  • Lesa meira um kynferðislegt ofbeldi.

Vanræksla

  • Þegar líkamlegri umönnun eða lyfjagjöf er ekki sinnt sem skyldi.
  • Til dæmis þegar aldraður einstaklingur er sýnilega vannærður, þjáist af vökvaskorti, er illa klæddur eða fær ekki umönnun vegna veikinda eða meiðsla.
  • Lesa meira um vanrækslu.

Ástarsvik

Ástarsvik eru að vera æ algengari í nútímasamfélagi. Oft eru ástarsvik mikið feimnismál, því fólk skammast sín fyrir að hafa látið gabbast. Hinsvegar er hægt að koma í veg fyrir það ef við erum meðvituð um aðferðir við ástarsvik.

Hönd heldur um síma með mynd af strák og hjörtu fljúga upp

Nauðung

Þegar sjálfsákvörðunarréttur einstaklings er skertur gegn vilja hans er það kallað nauðung. Eldra fólk með heilabilun er líklegra til að verða beitt nauðung.

Manneskja situr í hjólastól. Hún snýr frá okkur og horfir upp í vindinn. Mikið og liðað hár sveiflast í vindinum.

Þú getur talað við 112 gegnum netspjall ef þig grunar að þú sért að verða fyrir ofbeldi.

Netsvik er líka ofbeldi

Svikahrappar finna stanslaust nýjar leiðir til að stela fjármunum eða persónulegum upplýsingum í gegnum internetið. Oft nýta netglæpamenn sér það að eldra fólk hefur minni reynslu af tækni. Mikilvægt er fyrir alla að vera á varðbergi og muna að ef eitthvað hljómar of gott til að vera satt, þá er það líklega ekki satt.

Hvað ber að varast:

  • Aldrei opna tengla sem þú færð í tölvupóstum eða skilaboðum nema þú vitir hvert þeir leiða.
  • Ef einhver býður þér að fjárfesta og gróðinn á að vera of góður til að vera raunverulegu, þá er hann líklegast ekki raunverulegur.
  • Ef þú kynnist nýrri manneskju í gegnum internetið sem hefur óeðlilega mikinn áhuga á þér og er fljót að viðurkenna ást sína á þér. (Nánar um ástarsvik)
  • Ekki senda fólki sem þú þekkir ekki persónulega pening.
  • Ekki gefa neinum aðgang að heimabanka.
  • Ekki samþykkja beiðni frá rafrænum skilríkjum í síma nema þú baðst um beiðnina.

Lesa meira um netsvik.

Afleiðingar ofbeldis gegn eldra fólki

Ofbeldi getur haft víðtæk áhrif á líf eldra fólks.

  • Sár og brot eru lengur að gróa en hjá þeim sem yngri eru.
  • Tekjur eru oft af skornum skammti og því getur fjárhagslegt ofbeldi haft gífurleg áhrif.
  • Eldra fólk er nú þegar líklegra til að vera einangrað og getur því þurft að stóla á þann sem beitir ofbeldinu.
  • Heilsuleysi sem getur fylgt hærri aldri getur minnkað sjálfstraust, skapað óöryggi og kvíða og ofbeldi eykur þá hættu.

Merki um ofbeldi gegn eldra fólki

Mikilvægt er að muna að eftirfarandi einkenni geta verið vegna sjúkdóma, lyfja eða fjárhags. Þegar þessi einkenni eru óútskýranleg þá geta þau verið merki um ofbeldi.

  • Breyting á samskiptum við fjölskyldu og vini.
  • Hræðsla eða kvíði sem var ekki til staðar fyrir.
  • Líkamleg meiðsli og áverkar, þar með talið ómeðhöndluð legusár og blæðingar.
  • Reikningar í vanskilum þrátt fyrir að nægjanlegt fjármagn sé til staðar.
  • Skortur á hreinlæti.
  • Skortur á nauðsynlegum búnaði, eins og göngugrind, gleraugu, heyrnartæki og svo framvegis.
  • Stórar úttektir úr hraðbanka eða millifærslur í heimabanka.
  • Vannæring og þyngdartap.

Ofbeldi gegn eldra fólki er alvarlegt mál

Eldra fólk hefur tekið þátt í vitundarvakningu um ofbeldi gegn eldra fólki. Þar var sjónum beint að mismunandi tegundum ofbeldis, þá sérstaklega á að vanræksla og misnotkun fjármuna er líka ofbeldi. Viðhorf eldra fólks til ofbeldis er líka frábrugðið viðhorfi þeirra yngri.

Fjárhagslegt ofbeldi gegn eldra fólki er til dæmis þjófnaður, svik, misnotkun fjármuna eða þrýstingur vegna ráðstöfunar fjármuna.

Vanræksla og skortur á virðingu fyrir reisn og sjálfsákvörðunarrétti eldra fólks flokkast líka sem ofbeldi.

Þekkir þú birtingarmyndir ofbeldis?

Skoða fleiri dæmi

Ólafur

Ólafur er nægjusamur maður sem er nýorðinn 80 ára og býr enn á eigin heimili. Eitt barnabarna hans, Hrafnhildur, hjálpar honum oft við hluti sem eru honum erfiðir, eins og að fara út í búð og borga reikninga. Ólafur lét Hrafnhildi fá aðgang að netbankanum sínum í þessum tilgangi.

Nokkrum mánuðum seinna þegar Ólafur ætlaði að kaupa sér nýjan sófa kemur í ljós að Hrafnhildur hafði millifært reglulega af reikningnum hans yfir á sig. Hann heldur fyrst að þetta sé misskilningur en þegar hann spyr Hrafnhildi segir hún að sér finnist hún eiga þetta skilið og ætli ekki að borga honum til baka.

Er þetta ofbeldi?

Bjarkarhlíð

Bjarkarhlíð í Reykjavík veitir fólki sem hefur orðið fyrir ofbeldi stuðning og ráðgjöf í hlýlegu umhverfi. Þar geturðu fengið alla aðstoð á einum stað, eins og frá lögreglu, lögfræðingi og öðrum hjálparsamtökum.

Bjarmahlíð á Akureyri

Bjarmahlíð veitir fólki sem hefur orðið fyrir ofbeldi stuðning og ráðgjöf í hlýlegu umhverfi. Þar geturðu fengið alla aðstoð á einum stað, eins og frá lögreglu, lögfræðingi og öðrum hjálparsamtökum.

Vanræksla

Það er vanræksla þegar manneskja fær ekki þá aðstoð sem hún þarf til að líða vel.

Nauðung

Þegar sjálfsákvörðunarréttur einstaklings er skertur gegn vilja hans er það kallað nauðung.

Manneskja í fjötrum. Hún er með lokuð augu og er leið á svipinn og heldur þétt utan um sig. Rauður þykkur borði er vafinn utan um hana.