Hlutverk, gildi og framtíðarsýn
Hlutverk Neyðarlínunnar er að veita fyrsta flokks neyðaröryggisþjónustu og stuðla þannig að því að mannslífum sé bjargað og umhverfi, eignir og mannvirki séu varin fyrir skakkaföllum. Þar með er dregið úr afleiðingum slysa og náttúruhamfara.
Framtíðarsýn Neyðarlínunnar er að vera leiðandi fyrirtæki á sviði neyðar- og öryggisþjónustu. Neyðarlínan leggur metnað sinn í að vera með hæft og vel þjálfað starfsfólk. Fyrirtækið notar og byggir upp besta tæknibúnað og innviði sem völ er á hverju sinni. Þannig getur Neyðarlínan skarað fram úr og verið viðmið annarra fyrirtækja á þessu sviði.