Markmið gæðastefnu

Markmið Neyðarlínunnar er að þjónusta fyrirtækisins uppfylli ávallt kröfur og væntingar viðskiptavina og starfsfólks um fagleg vinnubrögð. Það er því stefna Neyðarlínunnar að:

  • Tryggja að fyrirtækið skili umsaminni þjónustu samkvæmt skilgreiningu á umsömdum tíma.
  • Beita aðferðum gæðastjórnunar þannig að allt starfsfólk taki virkan þátt í að vinna að stöðugum endurbótum.

Nothæfi

Stefna þessi tekur til allra þeirra sem starfa hjá Neyðarlínunni eða samningsbundið fyrir Neyðarlínuna. Allt starfsfólk Neyðarlínunnar og samningsbundnir viðskiptavinir bera ábyrgð á framkvæmd þessarar stefnu. Þessir aðilar munu njóta stuðnings stjórnar Neyðarlínunnar sem hefur samþykkt þessa stefnu.

Ábyrgð og endurskoðun

Stjórn Neyðarlínunnar ber ábyrgð á gæðastefnunni. Gæðastjóri Neyðarlínunnar ber ábyrgð á framkvæmd þessarar gæðastefnu með því að beita viðeigandi stöðlum og vinnuferlum.

Allt starfsfólk Neyðarlínunnar ber ábyrgð á að þeim vinnuferlum sé fylgt sem tryggja eiga framkvæmd gæðastefnunar. Viðskiptavinir, verktakar og birgjar bera ábyrgð á að fylgt sé samningsbundnum vinnuferlum sem tryggja eiga framkvæmd gæðastefnunnar. Allt starfsfólk Neyðarlínunnar ber ábyrgð á að tilkynna frávik og galla sem varða væntingar viðskiptavina.

Þessi stefna er endurskoðuð árlega til þess að tryggja að hún samrýmist markmiðum með rekstri Neyðarlínunnar. Stefnan skal lögð fyrir stjórn til samþykktar.

Stefna þessi var staðfest á fundi stjórnar þann 25. janúar 2023 og uppfærð á vef 112.is þann 21.febrúar 2023.