Innkaupastefna Neyðarlínunnar
- Við kaup á vörum, þjónustu og verkframkvæmdum sé beitt þar sem við á útboðum eða verðfyrirspurnum meðal sem flestra. Þetta skal gert meðal annars með notkun rammasamninga. Taka skal hagstæðasta tilboði. Ef tilboðsöflun á ekki við, skal gera beina samninga eða innkaup.
- Innkaupaaðferðir skulu vera skýrar og gegnsæjar og framkvæmd innkaupa markviss.
- Við innkaup skal taka mið af innkaupastefnu ríkisins og stefnu ríkisins um vistvæn innkaup.
- Við innkaup og rekstur samninga sé tekið sérstakt tillit til gæða-, umhverfis-, upplýsingaöryggis- og öryggissjónarmiða
Ábyrgð á innkaupum
Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á innkaupum. Hvorki starfsmenn né stjórnarmenn mega taka þátt í ákvörðunum um innkaup er varða aðila sem þeir eru í hagsmunatengslum við. Við mat á hæfi skal miða við stjórnsýslulög. Starfsmönnum er óheimilt að þiggja boðsferðir sem tengjast viðskiptum við Neyðarlínuna nema með sérstakri heimild framkvæmdastjóra.