Stefna um samfélagslega ábyrgð

Samfélagsleg ábyrgð Neyðarlínunnar felst í að vinna að auknum lífsgæðum almennings með því að bjarga mannslífum og verja umhverfi, eignir og mannvirki landsmanna. Vel þjálfað og hjálpsamt starfsfólk stuðlar enn fremur að því að draga úr alvarlegum afleiðingum slysa og náttúruhamfara. Með starfsemi sinni og markvissum forvörnum og fræðslu skilar fyrirtækið miklu til samfélagsins.

Markmið stefnu um samfélagslega ábyrgð

  • Að fyrirtækið leggi sitt af mörkum til að hafa jákvæð áhrif á samfélagið.
  • Samfélagsleg ábyrgð er samþætt stefnu og starfsháttum Neyðarlínunnar.
  • Fjallað er sérstaklega um samfélagsábyrgð í ársskýrslu fyrirtækisins.
  • Fræðsla og kynningar á starfsemi Neyðarlínunnar í skólum, meðal eldra fólks og heilbrigðisstarfsfólks.
  • Að setja upp áætlun um sjálfbær og vistvæn fjarskiptakerfi.
  • Að miðla mikilvægum upplýsingum til viðskiptavina í gegnum samfélagsmiðla.
  • Að setja Neyðarlínunni almenna styrkjastefnu.
  • Að starfsfólk Neyðarlínunnar geti aðstoðað hjálpar- og eða góðgerðarsamtök einn vinnudag á ári.