Markmið
1. Skilgreina og koma á framfæri áhættuvilja stjórnar fyrir megin þætti starfseminnar.
2. Tilgreina áhættuþol félagsins.
3. Áhætta sé tekin með í ákvörðunartöku með skilgreindum ramma um stjórnun áhættu.
4. Skipuleggja greiningu og meðferð áhættu og auka vitund um áhættur og áhættustjórnun.
5. Skilgreina hlutverk og ábyrgðir vegna áhættustjórnunar.
6. Upplýsa stjórn og stjórnendur um helstu áhættuþætti sem áhrif hafa á markmið félagsins.
Áhættuvilji
Áhættustig er mælt á skalanum 1 til 5:
5. Mikil áhætta
Vilji til að taka mikla áhættu til að nýta tækifæri og jákvæð áhrif aðgerða
4. Aukin áhætta
Vilji til að taka nokkra áhættu, ef meiri líkur en minni eru á jákvæðum áhrifum aðgerða
3. Grunnáhætta
Áhætta óbreytt m.v. hefðbundna starfsemi. Áhættuhlutlaus rekstur og hefðbundin meðhöndlun áhættu
2. Minnkuð áhætta
Nokkur áhersla í að forðast áhættu til að minnka neikvæð áhrif aðgerða
1. Lágmarks áhætta
Mikil áhersla í að forðast áhættu til að útiloka neikvæð áhrif aðgerða
Áhætta sem lendir á skalanum 4-5 skal stýra með viðeigandi eftirlitsaðgerðum og skal vöktuð sérstaklega.
Áhætta á skalanum 3 skal vera vöktuð eftir þörfum.
Áhætta á skalanum 1-2 er ekki vöktuð en endurmetin a.m.k. árlega enda viðurkennd sem innan áhættuvilja og áhættuþols félagsins.
Almennt er rekstur Neyðarlínu fremur áhættufælinn, þ.e. ekki eru margir þættir sem falla undir aukna eða mikla áhættu.
Áhættur
Áhættuvilji er skilgreindur fyrir helstu þætti í starfsemi Neyðarlínu og flokkar félagið áhættuþætti sína í eftirfarandi megin flokka. Reglulega skal meta hvort að áhættur skilgreindra þátta séu innan viðmiða.
Kjarnaáhætta
Fylgir kjarnastarfsemi eins og hún er skilgreind í stefnu félagsins og mótast aðallega af langtímastefnu.
Þjónusta
Neyðarlínan hefur það að markmiði að tryggja gæði þeirrar þjónustu sem félagið veitir, þ.e. neyðarsvörun og að veita neyðar- og öryggisfjarskiptaþjónustu.
Áhættuvilji: Lágmarks áhætta, þ.e. stig 1 í áhættuvilja.
Mælikvarði: Mælingar á gæðum neyðarsvörunar og þjónustu neyðar- og öryggisfjarskipta.
Öryggi
Neyðarlínan hefur sett sér stefnu í öryggismálum, sem miðar að því að tryggja öryggi starfsmanna, viðskiptavina og almennings sem best. Til þess að ná því markmiði er gerð öryggishandbók og öryggismenning efld innan félagsins. Félagið vinnur að stöðugum umbótum varðandi öryggismál m.a. með skýrum verklagsreglum og ráðleggingum, með það að markmiði að allir starfsmenn fari eftir kröfum félagsins varðandi öryggismál.
Áhættuvilji: Lágmarks áhætta, þ.e. stig 1 í áhættuvilja.
Mælikvarði: Fjöldi ábendinga, slysa og næstum því slysa.
Orðspor
Starfsemi Neyðarlínu byggir á stórum hluta á góðu orðspori. Neyðarlínan vaktar orðspor sitt og gerir ekkert sem skaðað getur það.
Áhættuvilji: Lágmarks áhætta, þ.e. stig 1 í áhættuvilja.
Mælikvarði: Mælingar á orðspori.
Starfsmenn
Neyðarlínan hefur sett sér starfsmannastefnu með það að markmiði að vera traustur vinnustaður fyrir hæft starfsfólk þar sem þjónustuvilji og hröð og skjót viðbrögð fara saman. Lögð er áhersla á stuðning við starfsfólk, að öll hafi jöfn tækifæri og fái að njóta sín á vinnustaðnum.
Mikilvægt er að þekking viðhaldist innan félagsins við eðlilega starfsmannaveltu. Starfsaðferðir og verklag skal skjalfest og slíkar upplýsingar hafðar aðgengilegar fyrir starfsmenn til að tryggja yfirfærslu þekkingar.
Áhættuvilji: Grunn áhætta, þ.e. stig 3 í áhættuvilja.
Mælikvarði: Ánægjuvog starfsmanna, menntun, starfsþróun og starfsmannavelta.
Umhverfi
Verndun umhverfisins skal ávallt höfð í fyrirrúmi við hönnun og mat á framkvæmdum og þjónustu á vegum félagsins og fylgja skal yfirlýstri stefnu stjórnvalda í umhverfismálum. Hönnun og framkvæmd skal miða að því að valda sem minnstri röskun á umhverfinu og lífríki þess. Stefna Neyðarlínu er einnig að draga úr og lágmarka mengandi starfsemi og að mótvægisaðgerðir dragi úr óumflýjanlegri mengun.
Áhættuvilji: Minnkuð áhætta, þ.e. stig 2 í áhættuvilja.
Mælikvarði: Valdir umhverfisvísar t.d. brennsla mengandi eldsneytis, kolefnisjöfnun, flokkun og lágmörkun sorps, [hámörkun notkunartíma, umhverfisvæn innkaup].
Lög og reglur
Neyðarlínan vaktar lagaumhverfið sem félagið starfar innan.
Áhættuvilji: Grunn áhætta, þ.e. stig 3 í áhættuvilja.
Mælikvarði: Hlíting laga.
Upplýsingaöryggi
Neyðarlínan leggur mikið upp úr upplýsingaöryggi og hefur gripið til margvíslegra aðgerða til að tryggja það. Helstu markmið eru að tryggja öryggi upplýsinga og eftir því sem við á að upplýsingar séu réttar, tiltækar og að trúnaðar sé gætt. Nánari upplýsingar eru í stefnuskjali upplýsinga-öryggis.
Áhættuvilji: Lágmarks áhætta, þ.e. stig 1 í áhættuvilja.
Mælikvarði: Tiltækileiki, rétt gögn og trúnaður upplýsinga.
Nýsköpun og þróun
Neyðarlínan vill mæta nýjum tímum með árvekni þannig að viðskiptavinir hljóti hverju sinni þá þjónustu sem þeim er mestur akkur í með framsæknum en öruggum lausnum. Meðal annars með það að markmiði að bæta þjónustu og gera hana öruggari, lágmarka svartíma og úrvinnslutíma erinda, auka gæði, auka sjálfvirkni og notkun á gervigreind og auka samfélags- og umhverfislega ábyrgð. Frumkvæði og nýsköpun hefur í för með sér nokkra áhættu.
Áhættuvilji: Aukin áhætta, þ.e. stig 4 í áhættuvilja.
Mælikvarði: Rekstrar- og fjárhagslegur árangur.
Rekstrarleg áhætta
Áhætta sem felur í sér áhættu vegna taps af ófullnægjandi eða gölluðum innri kerfum, vegna starfsmanna eða vegna ytri þátta. Um er að ræða áhættu tengda kerfum, starfsmönnum, mistökum, svikum, regluverki, dómsmálum, farsóttum, náttúrhamförum og fleiru.
Neyðarlínan leitast við að lágmarka áhættur í þjónustu og við rekstur og uppbyggingu kerfa. Beitt er viðurkenndum aðferðum við uppbyggingu og rekstur kerfanna. Neyðarlínan fylgist með tíðni truflana og leggur áherslu á fyrirbyggjandi viðhald. Afgangsáhættu er m.a. mætt með viðlagatryggingu.
Áhættuvilji: Grunn áhætta, þ.e. stig 3 í áhættuvilja.
Mælikvarði: Viðmið um þjónustustig og truflanir í kerfum
Fjárhagsleg áhætta
Félagið greinir og stýrir fjárhagslegri áhættu Neyðarlínu í þeim tilgangi að draga úr sveiflum í rekstri. Fjárhagsleg áhætta félagsins greinist í:
Markaðsáhætta
Áhrif efnahags- og markaðssveiflna á fjárhagslegan styrk félagsins, t.d. vegna tekna, verðlagsþróunar, kaupa á aðföngum og þjónustu.
Lausafjáráhætta
Geta félagsins til að mæta rekstrarútgjöldum, standa undir greiðslubyrði lána, sinna reglulegu viðhaldi og endurnýjun og ráðast í aðrar nauðsynlegar fjárfestingar. Markmið félagsins er að stýra lausafé þannig að tryggt sé að það hafi ávallt nægilegt laust fé til að mæta skuldbindingum sínum til skemmri tíma.
Mótaðilaáhætta
Áhrif hugsanlegra vanskila viðskiptavina á félagið, t.d. viðskiptamenn hafi fjárhagslega burði til að standa við skuldbindingar sínar við félagið, óvissa með þjónustusamninga, innheimtuúrræði og endurheimtur.
Fyrir fjárhagslega áhættu skal skilgreina ásættanleg viðmið.
Áhættuvilji: Grunn áhætta, þ.e. stig 3 í áhættuvilja. Áhættuvilji getur þó farið í 4 verði óvænt atvik til þess að kjarnastarfsemi sem flokkast sem kjarnaáhætta raskast þannig að þjónusta verði fyrir alvarlegum truflunum. T.d. til að tryggja þjónustu og varðveita orðspor. Ákvörðun um hækkun úr 3 í 4 er tekin af stjórn.
Mælikvarði: Mælikvarðar á mismunandi sviðum fjármála með skilgreind viðmið.
Áhættuþol
Stjórnendur ákveða ásættanleg frávik í rekstri með hliðsjón af settum markmiðum með hliðsjón af mikilvægi tengdra markmiða og samræma áhættuþolið áhættuviljanum. Eftirfarandi er áhættuþol félagsins eftir áhættuflokkum.
- Kjarnaáhætta: Vegna mikilvægis samfellu í rekstri Neyðarlínu er áhættuþol vegna kjarnaáhættu lágt.
a. Áhættuviðmið: Kjarnaáhætta fylgir kjarnastarfsemi félagsins. - Fjárhagsleg áhætta: Ríki og opinber fyrirtæki fjármagna rekstur Neyðarlínu að stærstum hluta og þar af leiðandi er áhættuþol vegna fjárhagslegrar áhættu lágt.
a. Áhættuviðmið: Stefnt skal að því að lágmarka fjárhagslega áhættu. - Rekstraráhætta: Áhættuþol rekstraráhættu er lágt í ljósi mikilvægis rekstrarins og eðli starfseminnar.
a. Áhættuviðmið: Dregið skal úr rekstrarlegri áhættu.
Áhættuþol félagsins er því lágt.
Áhættusafn
Neyðarlína skoðar heildstætt alla áhættuþætti og metur mikilvægi hvers og eins í heildarmyndinni.
Áhættustýring
Áhættustýringu félagsins er ætlað að tryggja að félagið geti sinnt hlutverki sínu á hagkvæmasta máta með lágmarksáhættu. Áhættustýring felur í sér að tilgreina, meta, mæla, stýra og milda áhættu með hliðsjón af starfsemi félagsins. Í því sambandi er tekið mið af mikilvægustu áhættuþáttum félagsins að teknu tilliti til stefnu þess.
Verkþættir áhættustýringar
Áhættustýring félagsins skiptist í eftirfarandi verkþætti:
1. Stjórnkerfi, sem felst í mótun áhættustefnu, reglum og vinnulýsingum félagsins sem varða áhættustýringu.
2. Áhættumat og mælingar, sem fela í sér skilgreiningu áhættuþátta og samantekt á upplýsingum um þá.
3. Greining og skýrslugjöf, sem felur í sér greiningu á upplýsingum áhættumats og mælinga.
4. Stýring og ákvarðanataka