Stuðningur og jafnrétti
Lögð er áhersla á stuðning við starfsfólk, að allir hafi jöfn tækifæri og fái að njóta sín á vinnustaðnum. Unnið er eftir sérstakri jafnréttisstefnu og jafnlaunakerfi með þessi markmið í huga. Neyðarlínan hefur lokið jafnlaunagreiningu sem skref í átt að jafnlaunavottun og fengið þar staðfest að starfsfólki er ekki mismunað eftir kynjum. Einelti og kynferðisleg áreitni eru ekki liðin en unnið er eftir áætlunum þar að lútandi. Neyðarlínan hefur ennfremur innleitt sveigjanlegan vinnutíma til að skapa starfsfólki tækifæri til að skapa jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Neyðarlínunni er umhugað um vellíðan starfsmanna og styður við heilbrigt líferni með ýmsum hætti.
Neyðarlínan hvetur alla starfsmenn til hreinskiptinna samskipta þar sem gagnkvæm virðing og stuðningur ríkir. Lagt er upp með að allir starfsmenn stuðli að góðum starfsanda og leggi sig fram við að efla vinnustaðinn.
Neyðarlínan er samfélagslega ábyrgt fyrirtæki sem vinnur að því að auka lífsgæði starfsfólks, viðskiptavina og efla traust og trúnað á fyrirtækinu.
Áherslur vinnustaðarins
- Góður starfsandi og samvinna þar sem ríkir virðing, traust, trúnaður og hreinskilni.
- Fjölbreytileiki þar sem fólki er ekki mismunað á grundvelli kynferðis, kynhneigðar, kyngervis, aldurs, trúar, þjóðernis, fötlunar, kynþáttar, stjórnmálaskoðana, ætternis eða annarra þátta.
- Að skapa öllum einstaklingum jöfn tækifæri til framgangs og stöðuveitinga.
- Að tryggja jafnvægi milli atvinnu og einkalífs.
- Að vinnufélagar sýni vilja og hæfni til samstarfs.
- Að leggja rækt við eigin heilsu og ástunda heilbrigt líferni.
- Tóbakslaus vinnustaður.
- Tekið sé vel á móti nýjum starfsfólki og að því líði vel í starfi frá byrjun.
- Nýtt starfsfólk sé frætt um almenna starfsemi fyrirtækisins og þann hluta starfseminnar sem lýtur sérstaklega að starfssviði, réttindum þess og skyldum.
- Að næsti yfirmaður er ábyrgur fyrir því að nýju starfsfólki sé veitt slík fræðsla.
- Að starfsmannafundir séu haldnir að minnsta kosti tvisvar á ári.
Stjórnun
Einkunnarorðin „Hjálpsemi, Viðbragðsflýtir og Fagmennska“ eiga við um stjórnun Neyðarlínunnar ekki síður en aðra þætti fyrirtækisins.
Hjálpsemi
- Gagnkvæmt samráð stjórnenda og starfsmanna.
- Samvinna við mótun starfseminnar.
- Starfsfólk hafi alltaf þær upplýsingar sem það þarf vegna starfs síns.
- Starfsumhverfi uppfylli ströngustu kröfur.
Viðbragðsflýtir
- Gott aðgengi er að stjórnendum.
- Erindum sé svarað hratt.
Fagmennska
- Skyldur og ábyrgð sé öllum ljós.
- Starfslýsingar séu skýrar fyrir öll störf.
- Erindum sé svarað málefnalega.
- Heiðarleiki og hreinskilni sé höfð að leiðarljósi í samskiptum.
Áherslur í vali á starfsfólki
- Að beita fjölbreyttum leiðum við að auglýsa laus störf.
- Að það liggi ljóst fyrir þegar ráðið er hvert sé markmiðið með ráðningunni.
- Að nýta reynslutímann vel til að meta nýjan starfsmann.
- Að leitast við að jafna kynjahalla, þar sem því verður við komið.
Endurmenntun og starfsþróun
- Ár hvert skulu lagðar fram áætlanir í framhaldi af starfsmannasamtölum um þörf fyrir sí- og endurmenntun og árangurinn af þeim áætlunum skal metinn að hverju tímabili loknu.
- Endurmenntun og síþjálfun í starfi sé í samræmi við kröfur sem gerðar eru af fyrirtækinu.
- Starfsfólk sé hvatt til að hafa frumkvæði að því að afla sér þekkingar sem aukið getur hæfni og getu í starfi.
Hvatning og endurgjöf
- Starfsfólk ætti að starfa hjá fyrirtækinu vegna verkefnanna og fá fyrir það viðunandi umbun.
- Metnaður er sýndur í að starfsfólk hafi samkeppnishæf laun svo að fyrirtækið geti ráðið til sín og haldið hæfu starfsfólki.
- Laun og önnur starfskjör taki mið af ábyrgð og frammistöðu og almennri þróun á vinnumarkaði.
- Starfsfólki er gert mögulegt að taka þátt í þeirri mönnun sem alltaf þarf að vera til staðar á varðstofu.
- Unnið er gegn óhóflegri yfirvinnu með því að ráða starfsfólk í takt við þarfir.
- Gefin er heiðarleg endurgjöf með því að hrósa fyrir það sem vel er gert og gefa uppbyggilegar ábendingar um það sem má betur fara
- Starfsfólk nýti eigin hæfileika til að þroskast í starfi og geti þannig tekist á við nýjar áskoranir.