Með átakinu Góða skemmtun vill Neyðarlínan hvetja almenning til að vera vakandi fyrir umhverfi sínu, stuðla að öryggi í samskiptum, virða mörk og segja frá ef einhver þarf á aðstoð að halda. Með því að vera vakandi fyrir umhverfi okkar getum við öll stuðlað að góðri skemmtun þar sem öll upplifa sig örugg fyrir kynferðislegu ofbeldi og áreitni.

Góða skemmtun er sameiginlegt átak Neyðarlínunnar, Dómsmálaráðuneytisins og Ríkislögreglustjóra sem hvetur til árvekni og öryggi þegar við komum saman í sumar. Markmiðið er að minna almenning á hlutverk og þjónustu Neyðarlínunnar 112 og hvetja um leið til samstöðu gegn hvers kyns ofbeldi á hátíðum.

Hvað áttu að gera ef þú verður vitni af áreitni eða ofbeldi?

Það er gott að hugsa viðbrögðin áður en þú lendir í aðstæðunum.

Kynferðisleg áreitni

Þegar farið er yfir mörk á kynferðislegan hátt er það kynferðisleg áreitni.

Kynferðisofbeldi

Kynferðisofbeldi er það þegar einhver fær þig til að gera eitthvað kynferðislegt sem þú vilt ekki gera, káfar á þér eða áreitir þig á kynferðislegan hátt.

Nauðgun

Enginn hefur rétt á að þvinga aðra manneskju til að gera eitthvað kynferðislegt sem hún vill ekki gera. Þegar kynmök eru höfð við manneskju án samþykkis er það nauðgun.

Manneskja föst í glasi. Á botni glassins eru töflur.

Byrlun

Byrlun er þegar einhver gefur annarri manneskju lyf, áfengi eða vímuefni án hennar samþykkis eða vitundar.

Manneskja sem situr inni í búri

Eltihrellir

Ef einhver situr um þig endurtekið, eltir þig, hótar eða fylgist með þér er sá eltihrellir (e. stalker) og kallast þessi hegðun umsáturseinelti.

Manneskja horfir á símann sinn sem sýnir ólæsileg skilaboð. Hún snýr baki í okkur svo við sjáum á símann í höndunum á henni. Mikið liðað hár sveiflast í vindinum.

Stafrænt ofbeldi

Stafrænt ofbeldi, eða netofbeldi, er það þegar einhver notar tæki eða tækni til að fylgjast með þér, ógna þér, áreita þig eða niðurlægja þig.