Er allt í góðu?
Það á að vera öruggt að fara út og skemmta sér. Við verðum að standa saman og koma í veg fyrir kynferðisofbeldi áður en það gerist. Verum vakandi og stígum inn í ef við sjáum einhvern ekki virða mörk.
Hvað er til ráða?
- Vertu vakandi. Taktu eftir því ef einhvern vantar hjálp, einhver er ágengur eða sýnir yfirgang.
- Treystu tilfinningunni. Ef þér finnst eitthvað vera að, er það líklegast rétt hjá þér. Treystu innsæinu. Ef þú hjálpar ekki, hver gerir það þá?
- Stígðu inn í. Að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi getur verið eins einfalt og að spyrja: „Er allt í góðu?“
- Fáðu aðstoð. Ef þú telur þig þurfa á hjálp að halda talaðu við vin, barþjón, dyravörð eða leigubílstjóra. Þú getur líka alltaf hringt í 112.