Það eru til margar gerðir af ofbeldi.

  • Andlegt ofbeldi er þegar einhver notar ljót orð og hótanir til að láta öðrum líða illa.
  • Líkamlegt ofbeldi er þegar einhver meiðir annan með því að slá, sparka eða henda hlutum í aðra.
  • Kynferðislegt ofbeldi er það þegar einhver vill snerta mann eða fá mann til snerta sig og að það sé leyndarmál.
  • Stafrænt ofbeldi, eða netofbeldi, er þegar einhver beitir ofbeldi á netinu, til dæmis með ljótum kommentum eða sendir þér nektarmyndir eða biður þig um að senda sér nektarmyndir af þér.

Það er aldrei í lagi að beita ofbeldi og ofbeldi má aldrei vera leyndarmál.

Þekkir þú ofbeldi?

Hér má finna ýmis dæmi um ofbeldi. Þekkir þú einhvern sem hefur orðið fyrir ofbeldi?

Kona situr með krosslagðar lappir

Úrræði

Það er alltaf betra að segja frá hvernig þér líður. Hér geturðu skoðað ýmis úrræði sem eru til staðar ef þig vantar ráðgjöf, hvort sem það er vegna þín eða einhvers sem þú þekkir.

Kona dregur frá gluggatjöldum

Góða skemmtun

Neyðarlínan óskar öllum landsmönnum góðrar skemmtunar í sumar. Góð skemmtun er ofbeldislaus.