Það eru til margar gerðir af ofbeldi.
- Andlegt ofbeldi er þegar einhver notar ljót orð og hótanir til að láta öðrum líða illa.
- Líkamlegt ofbeldi er þegar einhver meiðir annan með því að slá, sparka eða henda hlutum í aðra.
- Kynferðislegt ofbeldi er það þegar einhver vill snerta mann eða fá mann til snerta sig og að það sé leyndarmál.
- Stafrænt ofbeldi, eða netofbeldi, er þegar einhver beitir ofbeldi á netinu, til dæmis með ljótum kommentum eða sendir þér nektarmyndir eða biður þig um að senda sér nektarmyndir af þér.