Undirbúningur
Réttargæslumaðurinn þinn undirbýr þig fyrir skýrslutökuna og á hverju þú mátt eiga von. Það er líka mælt með því að hafa réttargæslumanninn með í skýrslutökunni sjálfri. Ef þú átt eftir að finna réttargæslumann geturðu fengið lista yfir lögmenn hjá lögreglu, beðið um að þér sé úthlutað réttargæslumanni eða leitað til lögmanns sem þú vilt að taki verkið að sér.
Staðsetning
Skýrslutakan fer fram í viðtalsherbergi á lögreglustöð.
Meira um skýrslutökuna
- Viðtalið er tekið upp, bæði í hljóði og mynd.
- Í herberginu eru þú, rannsakandi hjá lögreglunni og réttargæslumaðurinn þinn. Ef þú þarft túlk er hann líka viðstaddur.
- Ef þú áttar þig seinna á að ekki hafi allt komið fram í skýrslutökunni geturðu haft samband við rannsakanda eða réttargæslumanninn þinn og beðið um að bæta við upplýsingum við skýrsluna. Rannsakandi gæti þá kallað þig aftur inn til skýrslutöku svo að viðbótarupplýsingarnar séu til á upptöku.